Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 50
Múlaþing
6. mynd. Víðivallaskriðan mikla sem féll í október 1979 í gegnum Víðivallaskóg. Skriðan var um 200 m
breið í skóginum, en allt að lh km neðst. í skriðujaðrinum, hœgra megin, sjást beitarhúsin á Hlíðarhúsum,
sem skemmdust í skriðunni. Myndina tók Oddur Sigurðsson.
hefur því verið blautur. Þunn frostskán
hafði myndast á yfirborðinu því að
snjólaust var að mestu. Að kvöldi þessa
dags féllu rniklar skriður í Suðurdal
Fljótsdals, beggja megin í dalnum, og hafa
líklega ekki orðið þar eins mikil skriðuföll
síðan árið 1941. Stórar skriður féllu, m.a. á
túnið á Þorgerðarstöðum, en þar er nú ekki
föst búseta, einnig á tún í Víðivallagerði. A
báðum þessum jörðum tóku skriðurnar
talsvert af skógræktarlandi, sem hafði verið
plantað í lerki á síðustu árum.
Ég skoðaði ummerki skriðufallanna 16.
ágúst sumarið 1998. Ég fór þá inn dalinn að
austanverðu, gekk inn á Villingadal og
sömu leið til baka. Nokkrar myndir voru
teknar á leiðinni inneftir um morguninn, en
þá var bjart og gott veður. I bakaleið voru
ekki skilyrði til myndatöku. Að beiðni
Héraðsskógamanna tók Skarphéðinn G.
Þórisson allmargar myndir af skriðunum í
vesturhlíð dalsins úr flugvél þann 6. júlí
1998 og gefa þær gott yfirlit.
Skriðurnar voru aðallega á þremur
aðskildum svæðum. Tvö þeirra eru austan í
Múlanum, annað yst í hlíðinni, í landi
Langhúsa, þar sem kallast „Langhúsa-
dalur“, og er það um 1,5 km á breidd, en hitt
við bæinn Þorgerðarstaði, og þar fyrir
innan, líka um 1 km eða vel það. Þriðja
skriðusvæðið var austan megin í dalnum,
vestan í Víðivallahálsi, í landi Víðivalla-
gerðis, á um 2 km kafla. Einnig urðu
nokkur hlaup inni á afdölunum, Villingadal
og Þorgerðarstaðadal. Má því segja að
skriðuhlaupasvæðið hafi náð yfir allan
Suðurdalinn. Einkennilegt er að í landi
Arnaldsstaða, austan í Múlanum, þar sem
48