Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 51
Skriðuföll í Fljótsdal
7. mynd. Ysta skriðan í Múlanum, semféll 30. des. 1997, niðuryfir Votaberg og sópaði burtu trjáröð á
því, nema innsta tréð slapp. Mvndin er tekin 26. júní 2000 a.f greinarhöfundi.
mestu skriðuföllin urðu 1941, féllu nú
engar teljandi skriður. Alls munu hafa fallið
milli 20 og 30 skriður, sem kalla má
allstórar, og fjöldi af smærri skriðum. Það
var áberandi að skriðurnar voru yfirleitt
ekki bundnar við lækjarfarvegi (aðeins ein
eða tvær geta flokkast sem lækjaskriður),
og að flestar þeirra eiga upptök fast upp við
klettabelti, sem í Múlanum er nokkuð hátt í
fjallinu, en að austan í miðjum hlíðum eða
neðar.
Jón og Sigsteinn, Hallasynir, á bænum
Sturluflöt, segja að þetta kvöld hafi verið
hellirigning og mjög hvasst af austri eða
suðaustri. Við slíkar aðstæður fossar vatn
víða niður af klettabeltum, þó ekki séu
lækir, auk þess er algengt að vatn í
lækjarfossum, sérstaklega austan í Múlan-
um, fjúki upp í loftið eða til hliðar, og getur
þetta hvorttveggja komið skriðum af stað.
Víða sáust merki þess, að mjög mikið vatn
hafði flóð niður með skriðunum, því að
bæði voru för eftir vatnsrennsli uppi á
rofbörmum hlaupanna, og flest höfðu þau
breiðst mjög mikið út niðri í dalbotninum,
einna líkast þunnfljótandi soppu.
Mold var yfirgnæfandi í skriðuefninu,
en auk þess var víða mikið af steinum,
stórum og smáum, jafnvel upp í nokkur
tonn að þyngd. Skriðurnar voru aðeins
lítillega byrjaðar að gróa, þar sem smá-
hnausar eða toddar með gróðri höfðu lent á
yfirborðinu. Yfirborð þeirra var þétt og
markaði rétt fyrir sporum á því.
Þeir Flatarbræður segjast ekki hafa heyrt
þegar skriðurnar féllu, vegna veðurhljóðs-
ins, og fengu fyrst grun um atganginn þegar
rafmagnið fór um kl. 7,30, en þá höfðu
brotnað staurar í einni skriðunni austan í
Múlanum, en raflínan liggur þeim megin í
49