Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 52
Múlaþing
8. mynd. Flugmynd af innsta hluta Suðurdals og Þorgerðarstaðadal. Þorgerðarstaðir á miðri mynd.
Skriðurnar frá 30. des. 1997 sjást greinlega. Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson, 6. júlí 1998.
dalnum. Þeir telja að skriðurnar hafi allar
hlaupið þetta kvöld, og líklega á fáeinum
klukkustundum. Daginn eftir gaf á að líta,
en þá var komið stillt og bjart veður með
nokkru frosti. Vegir voru þá ófærir á
mörgum stöðum, báðum megin í dalnum,
en voru bráðlega ruddir.
Skriðuförin í Múlanum, í landi
Langhúsa, blöstu við strax og komið var í
mynni Suðurdalsins hjá Víðivöllum. Ysta
skriðan var einna stærst, líklega um 150 m
breið niðri á flatlendinu. Upptökin eru í
tiltölulega litlum halla uppi á Múlaend-
anum, og hún hefur náð ofan í Keldá. 1
hlíðarrótum hafði hún fallið niður yfir
snoturt bergþil, sem Votaberg kallast, en
það er hluti af þeim mikla berggangi, sem
myndar Tröllkonustíg í Valþjófsstaðafjalli.
Bríkin var brydduð með allstórum birki-
trjám, sem hlaupið hafði sópað burtu, nema
rétt innst. (7. mynd) Þessi fallegi staður var
stórskemmdur. Þarna fyrir innan voru svo
þrjár skriður, allstórar, með nokkuð jöfnu
millibili, og nokkrar smærri. Sú innsta var
stutt fyrir utan Arnaldsstaðaskóg, á merkj-
um Langhúsa og Arnaldsstaða, og hafði hún
fallið eftir lækjarfarvegi. Þessar skriður
höfðu fallið fram af 40-50 m háu klettabelti,
er Skeikarhjalli kallast. Hafa þar verið
hrikalegir skriðufossar.
Skriðurnar í Víðivallagerði byrjuðu
stutt fyrir innan bæinn, og hafði sú ysta
fallið úr lágum hjalla neðst í hlíðinni, stutt
fyrir utan Grundarlœk og smáfoss sem er í
honum. Næsta skriða var um 0,5 km innar,
skammt fyrir innan læki þá er Ljósár
nefnast, og hafði farið af stað fast upp við
Gerðisbjarg, sem er mikið klettabelti
miðhlíðis. Niðri á láglendinu hafði hún
myndað um 150 m breiða og 200 m langa
„pönniiköku", sem var um 0,5 m á þykkt
við jaðrana, aðallega úr mold og sandi, með
staksteinum hér og þar, og með nokkrum
grafningum ofantil, en annars var yfirborð
50