Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 53
Skriðuíöll í Fljótsdal
9. mynd. Flugmynd af Þorgerðarstaöafjalli með þremur stórskriðum og nokkrum smœrrifrá 30. des. 1997
Bœrinn ogfjárhúsin (skálinn) sluppu furðanlega. Gamli bœrinn var við fjárhúsin. Ljósm. Skarphéðinn G.
Þórisson, ó.júlí 1998.
hennar hart og slétt, og höfðu menn gert sér
til gamans að aka um það á jeppum. Þarna
voru sex skriður í röð, með nokkuð jöfnu
millibili, sú innsta rétt fyrir utan 15 ára
gamla skógargirðingu, með myndarlegum
lerkitrjám, í svonefndum Gerðisskógi. Þær
höfðu flestar farið niður yfir veginn, sem
þarna var lítið annað en slóð, og þrjár þær
innstu höfðu náð ofan í Keldá. Ein
lækjarskriða hafði fallið á ysta túnblettinn á
Sturluflöt, skammt fyrir innan Sturlá.
Við Þorgerðarstaði, austan í Múlanum,
voru ijórar allstórar og stórar skriður, með
furðu jöfnu bili á um 1,5 km kafla, og voru
upptök þeirra allra, nema einnar, við efsta
klettabeltið sem kallast Þorgerðarstaða-
bjarg (9. mynd). Allar höfðu þær farið niður
yfir Kúahjalla, sem er neðantil í hlíðinni,
og sópað þar burtu uppvaxandi birkigróðri.
Neðantil í hlíðinni hafði lerki verið plantað
fyrir fáum árum, og hreinsaðist það burtu í
skriðuförunum, sem eru nokkrir tugir metra
á breidd. Stærsta skriðan hafði fallið niður á
túnið um 150 m utan við bæinn, og breiðst
þar mikið út, líkt og fyrr var lýst með
skriðuna stóru í Víðivallagerði, og náðu
moldartaumar frá henni niður á bakka
Keldár. Önnur mun mjórri skriða var nær
bænum, sömu megin, og hafði sameinast
þeirri fyrrnefndu niður á túninu. Efni
þessara skriða var mestmegnis mold.
Næsta stórskriða var rétt fyrir innan
ijárhúsin (skálann) innst á túninu, um 200
m innan við bæinn, álíka breið og sú ysta,
en með meira grjóti, og náði aðeins upp að
næstefsta klettabeltinu. (Bærinn stóð áður
rétt fyrir utan skálann, var fluttur 1939).
Næsta skriða var um 300 m innar, virtist
51