Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 54
Múlaþing
10. mynd. Skriður í Valþjófsstaðafjalli sem féllu 7. nóvember 1998. Ljósmynd: Ingólfur Friðriksson.
fremur þunn og malarkennd. Innsta skriðan
í þessari syrpu, var beint á móti bænum á
Flöt, í Klifinu sem kallað er, og sýndist
mjög stórgrýtt, og dekkri en hinar skriðurn-
ar (liklega blautari).
Sumarið eftir var plantað lerki í skriðu-
beðjurnar á Þorgerðarstaðatúninu, og jafn-
framt sáð grasfræi og borinn tilbúinn áburð-
ur meðfram hverri plöntu. Síðast er ég fór
þarna um, sumarið 2000, var skriðubeðjan
alsett grastoddum og voru lerkiplöntur í
þeim flestum.
Á Þorgerðarstaðadal, innan við beitar-
húsin Dalshús,sjást á myndum Skarphéðins
tvær meðalstórar skriður, með stuttu bili, og
nokkrar óverulegar lækjarskriður þar fyrir
innan. Loks eru tvær skriður inn undir
Sveinsseli, um 2 km innar á dalnum, sömu
megin.
Vestan í Suðurfellinu virtust vera 2-3
skriður innan við Fellshús, beitarhús frá
Flöt.
Á Villingadal (Strútsdal) féll stór
skriða, skammt fyrir utan Strútsá, um 100
m breið neðantil, og hafði farið ofan í
Fellsárgilið. í henni var grjótblandað
moldarefni, með stórum steinum, og allt að
1 m djúpir grafningar lágu langs eftir henni
neðst. Nokkrar smáskriður voru austan í
Suðurfelli, frá því á móts við Strútsá og inn
fyrir Ofæruá.
Skriðuhlaup á Valþjófsstað 1998
Þann 7. nóv. 1998 gekk í hláku og mikið
rigningarveður af austri, sem stóð allan
daginn. Dálítill snjór var þá kominn í
fjallahlíðar ofantil. Daginn áður var stillt og
bjart veður og um 10-15 stiga frost. I þessu
rigningarveðri féllu aurskriður á ýmsum
52