Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 59
Stefán Aðalsteinsson
Bæjanöfn og bæja-
rústir í Hrafnkelsdal
Mörgum hefur leikið hugur á að
fræðast um hina fornu og
þjóðsagnakenndu byggð í
Hrafnkelsdal, firá því Hrafnkell Freysgoði
nam fyrstur manna land í dalnum
samkvæmt Landnámu.
Margir hafa fjallað um þessa byggð og
ffá ýmsum sjónarhornum. Hér verður tekið
fyrir aðeins eitt atriði, þ.e. örnefni í dalnum
og við hann sem benda til fornrar byggðar.
Þeir sem einkum hafa fjallað um örnefni í
dalnum og hér er vitnað til eru Sigurður
Vigfússon og Halldór Stefánsson. Þeir hafa
báðir stuðning af efni sem Sigurður
Gunnarsson safnaði um örnefni frá Jökulsá
í Axarfirði austan að Skeiðará.
Hér á eftir verður reynt að gefa mynd af
því sem menn telja sig helst hafa vitað um
byggð í Hrafnkelsdal, eftir því sem
heimildir, munnmæli og rannsóknir á
staðháttum gefa tilefni til. Við upptalningu
á fornbæjanöfnum í dalnum eru nöfn bæja
skáletruð þar sem þau koma fyrst fyrir.
Umfjöllun Sigurðar Vigfússonar 1893
Sigurður Vigfússon fornfræðingur kom í
Hrafnkelsdal 1890 til fornfræðirannsókna.
Hann nefnir níu bæi alls í dalnum,
Vaðbrekku og Aðalból sem báðir eru í
byggð, en auk þess sjö bæi aðra sem enn
sjáist merki til en þeir eru: Glúmsstaðasel
innst, Þuríðarstaðir, Laugarhús, Þor-
bjarnarhóll, Þórisstaðir; Þrándarstaðir og
Múlakot. Af þessum bæjum eru Aðalból,
Laugarhús og Þorbjarnarhóll (Hóll) nefndir
í Hrafnkels sögu. Leikskálar sem sagan
getur einnig um er tíundi bærinn í dalnum,
en Sigurður fann engin merki hans. Hann
nefnir að flestir telji þann bæ hafa staðið
norðanvert við dalsmynnið, enda er hann
sagður í sögunni vera í Hrafnkelsdal
norðanverðum.1
Auk bæjanna nefnir Sigurður Goðahús
Hrafnkels, sem sé ofan við tiltekinn hamar í
dalnum, og forna tóft sem hann skoðaði
utan við Hölkná. Þá eru bæir og rústir sem
hann nefnir alls 12.
Umföllun Halldórs Stefánssonar 1948
I ritinu Austurland II er ritgerð eftir
Halldór Stefánsson sem heitir: „Hrafnkels-
dalur og byggðin þar“. Halldór nefnir þar að
í Brandkrossa þætti sé þess getið að í
Hrafnkelsdal séu nær 20 bæir. í ritgerð sinni
1 Sigurður Vigfússon 1893, 37.
57