Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 65
Bæjanöfn og bæjarústir í Hrafnkelsdal
Tungusporður gengt Þuríðarstaðaseli, þar sem Glúmsstaðadalsá og Þuríðarstaðadalsá mœtast í
Hrafnkelu. Ljósmynd: Inga Rósa Þórðardóttir.
Hrafnkelsdal inn undir Tungusporð og rakið
þaðan niður dalinn austanverðan.
Fyrst skal þá telja rústir á svæði skammt
norðan við Hitalindina þar sem öskulög frá
Heklu 1158 og Öræfajökli 1362 vantar, en
öll efri öskulög eru á sínum stað. Sú rúst
fær númer Rl*. Næsta rúst er frá gamalli
garðhleðslu á Bakkastöðum (Rl). Þar var
grafið niður á garð í sléttu túni þar sem
ætlað var að garðhleðsla kringum
kirkjugarð hafi verið, en sléttað hafði verið
úr henni um 1957. Sú hleðsla var töluvert
eldri en ljósa gjóskulagið sem Guðrún
Larsen telur vera frá 1158.19
Næsta rúst (R2) var við heita lind úti á
Sandi, utan við Melhóla, skammt innan við
volga lind sem þar er. Rústin var óglögg og
varla nema hleðsla á stuttu svæði. Engar
mannvistarleifar fundust þar. Þar næsta rúst
(R3) var ofan við Melhóla. Þar höfðu áður
komið fram kindabein í uppblæstri, eftir að
ýtt var þar fyrir vegi. Á einum stað mátti
finna óglögg merki um hleðslu, og lítill
moli úr viðarkolum fannst þar einnig.
Fjórða rúst (R4) var á Lágatúni á
Vaðbrekku, rétt neðan við bæjarhólinn, þar
sem heita pöldrur. Þar mótaði fyrir rústinni
á bakka bæjarlækjarins, og niðri í
bakkanum fannst rúst af húsi undir
Heklulaginu frá 1158. Næsta rúst var á
Þrándarstöðum (R5), einnig gömul og frá
því fyrir 1158. Örfoka ferhyrnd rúst í
Fremstaenni, með steinaröðum undan
veggjum (R6), var glögg, en svo blásið var
allt í kringum hana að ekki var hægt að
greina aldur hennar. Þessarar rústar virðist
hvergi vera getið áður. Þá var örfoka rúst
með grjótdreif (R7) beint upp af
'9 Guðrún Larsen 1982.
63