Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 73

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 73
Gunnlaugur Eiríksson Um búskap og fleira í Bót í Hróarstungu Gunnlaugur Eiríksson, fyrrum bóndi á Setbergi skrifaði systursyni sínum Stefáni Péturssyni frá Bót eftirfarandi bréf þá orðinn 84 ára gamall. Bréfið er svarbréf við bréfi dags. 10. des. 1971 frá Stefáni, þar sem hann biður Gunnlaug að greina sér frá nokkrum atburðum tengdum búskap foreldra Itans, Péturs Stefánssonar (16.12.1871-3.5.1910) og Sigríðar Eiríksdóttur (16.6.1877- 18.11.1946) íBót. Góði frændi minn Því miður get ég víst lítið frætt þig urn það sem þú vilt helst vita. Um föður þinn er ég lítið fróðari en þú. Hann var eins og þú drepur á í bréfi þínu, vel á sig kominn. Með stærstu mönnum á vöxt, vel þrekinn og sjálfsagt afrendur að afli. Mesta prúðmenni á heimili, orðfár, talaði lítið við heimilisfólk sitt, annað en segja því til verka. Kvartaði aldrei þó ýmislegt blési á móti. Félagsmálamaður var hann góður. Sótti flesta mannfundi, sem fjölluðu um þau mál í nágrenninu. En því miður entist honum lítt aldur til að taka virkan þátt í þeim. Um íþróttahæfni hans vissi ég frekar lítið. Sá hann t.d. aldrei synda, en heyrði mikið talað um sundafrek hans í sambandi við nám í Eiðaskóla 1890-92. Sumarið 1907 var auglýst skemmtisamkoma á Breiðavaði í Eiðaþinghá. Þar áttu að fara fram ýmis- konar íþróttir. Þar á meðal glímukeppni og var haft fyrir agn að þar mundi keppa við menn í glímu annálaður glímukappi úr Vopnafirði, Einar Metúsalemsson á Bustar- felli. Við fórum þangað faðir þinn og ég, ásamt fleira fólki norðan yfir Lagarfljót. íþróttavöllurinn var á þeim tíma bara sléttur túnbali. Svo óheppilega vildi til að laust áður en átti að byrja glímuna kom úrhellisrigning. Þeir tóku aðeins glímutökin faðir þinn og Einar, svo varð það ekkert meira. Hefur sennilega ekki þótt árennilegt að keppa. Völlurinn sleipur og veðrið vont. Eg og fleiri fóru vonsviknir heim af þeirri samkomu. Um sjúkdóm föður þíns var óljóst fyrir mér framan af okkar samvistarárum. Ég kveinkaði mér alltaf að spyrja mömmu þína, sem að vonum var það viðkvæmt mál, en vissi það þó manna best. Ég held, þó hann væri sérstakur kjarkmaður og kveinkaði sér lítt, að hann hefði varla lagt í að vinna dag hvern og fara í draslferðir ef hann hefði verið mjög veill. Við fórum t.d. tvær ferðir vonda veturinn 1907. Aðra niður Síða úr bréfi Gunnlaugs Eiríkssonar 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.