Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 76
Múlaþing
Sigríður Eiríksdóttir.
Eigandi myndar: Pétur Stefánsson
Ingibjörg Einarsdóttir, Bót.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurl.
stundum kaupamenn og smiðir tíma og
tíma.
Gripir á fóðrum voru venjulega 8-10
hestar, 3-5 gripir í fjósi og rúmt 600
sauðfjár. Ekki man ég nú nákvæmlega hvað
tilheyrði búinu af þeirri fjártölu.
Vinnufólkið átti flest einhverjar kindur. Það
man ég glöggt að í kvíum voru venjulega
um 140 ær sem tilheyrðu búinu og þá
einhverjar örfáar með dilkum. Haft var fé á
tvennum beitarhúsum. Á Ásmundarseli um
140 ær. Á beitarhúsunum upp frá
(Heimaseli) voru 200 ljár. Sauðir og fáeinar
ær geldar. Haft var á orði að á síðustu árum
föður rníns í Bót, hefði verið þar 16
heyhlöður sem rúmuðu um 800 hesta, auk
þess man ég að þar voru þó nokkur aukahey
undir torfi.
Um brunann í Bót sumarið 1912 og alla
þá erfiðleika sem stöfuðu af honum er
dálítið erfitt að gefa þér einhverja mynd.
Húsaskipan var þannig að það var stór
baðstofa byggð uppi og niðri, þar svaf
venjulega allt heimilisfólk. Hún hafði sömu
legu og Héraðið með gluggum mót austri.
Framan við hana í sömu línu, var stórt
framhús, tvílyft með kvistherbergi á efri
hæð, þilvegg mót austri og þilstöfum á efri
hæð. Framan við framhúsið var svo allstór
skúr í sömu línu. Hann var járnvarinn með
timburþili mót austri. Bak við framhúsið að
nokkru leyti og sömuleiðis baðstofuna, var
mjór gangur. Hinu megin við hann í sömu
lengd var svokallað maskínuhús, það var
aðskilið frá ganginum með timburskilvegg.
Bak við maskínuhúsið var svo gamalt
eldhús og geymsluskúr. Vestast í bæjar-
þorpinu voru svo tjós og hlaða. Gengið var
inn í framhúsið mitt og þvert í gegnum það
í áðurnefndan gang, úr honurn til baðstofu
og önnur hús.
74