Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 78
Múlaþing
Sigríður með börnum sínum, f.v. Stefán, Ingibjörg og Eiríkur.
Eigandi myndar: Pétur Stefánsson.
haustveðrátta gerði það ófært. Eftir það í
heyhlöðum, þar til við með hjálp góðra
manna gátum komið upp helming af
kjallara, sem við bjuggum í um veturinn.
Einnig gátum við með góðri hjálp
Björns á Rangá, náð öllu sementi í
íbúðarhúsið af Reyðarfirði yfir Fagradal í
Egilsstaði.
I kjallaranum leið okkur bara vel, þrátt
fyrir mikið erfiði við sandakstur og
sementsflutning frá Egilsstöðum.
Það hjálpaði mikið að tíðin var
með eindæmum góð þennan
vetur. Kom nálega aldrei snjór
eða svell, þar af leiðandi var þó
aldrei ekileiði, sem við þurftum
mikið á að halda, en góða
veðrið bætti það upp. T.d. var
tíðin svo mild á einmánuði að
við vorum búnir með alla
túnvinnu um sumarmál og að
sleppa öllu sauðfé. Við gátum
þá strax byrjað steypuvinnu og
haldið henni látlaust áfram þar
til henni lauk í byrjun
júnímánaðar.
Nú horfði ekki vel fyrir
áframhaldi á byggingu íbúðar-
hússins í Bót. Við höfðum
pantað allt byggingarefni sem
vantaði í Vísi sem Rolf Johan-
sen á Reyðarfirði annaðist um.
Það upplýstist að ekkert skip
var fáanlegt til að flytja það til
landsins fyrr en um mánaða-
mótin júní - júlí 1913. Smiðirnir
sem önnuðust bygginguna gátu
ekki verið lengur en til júníloka.
Við þurftum nauðsynlega að
koma á það þaki á þeim tíma til
þess að geta búið í því um
sumarið. Ekkert efni fékkst á
Reyðarfirði, en á Seyðisfirði
var hægt að fá það sem vanhagaði um. Ég
fór því á Seyðisfjörð við annan mann, með
alla þá hesta sem við áttum. Tók
sperruefnið á þá en sendi borðvið, sem
vantaði með skútu til Reyðarfjarðar. Við
fórum svo sem leið lá heimleiðis. Þegar við
komum að Rangánni hafði hún hlaupið
fram úr Sandvatninu og var gersamlega
ófær með trjádráttarhest. Þar urðum við að
skilja timbrið eftir, en komumst með
hestana lausa heim. Daginn eftir var áin
76