Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 80

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 80
Múlaþing mullaði í logni niður lausasnjó sem var um metri á þykkt. A laugardaginn fyrsta í sumri var foráttu bylur svo ekki varð komist á beitarhús. Alveg varð þá haglaust og svo alveg fram í byrjaðan maí, þá komu upp holtasnapir svo hægt var að beita geldfé, en þó sífelld norðaustanátt með éljagangi þar til sunnudaginn í sjöttu viku sumars. Þá hlýnaði loks. Við rákum þá geldféð sem til var í Bót upp í Bug og slepptum því þar á svolitla hnjóta. Ær voru eitthvað lengur á húsi. Sumarið 1906 var graslítið og hey- fengur lélegur um haustið. Veturinn 1906-7 var fremur kaldur fram að jólum, en jarðir sæmilegar svo ekki þurfti að gefa fullorðnu fé. Þá svellaði mjög á jörð og voru stöðugir vestan og norðan- rosar fram í þorralok svo hagar nýttust lítt eða ekki. Góa var góð hvað veðráttu snerti og hagar nokkrir. Einmánuður marauður. Um sumarmál gekk til norðaustanáttar og voru snjórytjur í þrjár vikur. Svo hlýnaði og kom talsverður gróður. Sauðburður gekk sæmilega út í haganum þar til örfáar ær voru óbornar. Þá kom þetta annálaða fardagaáfelli. Hlóð niður svo miklum snjó að alveg varð haglaust. Ær björguðust nokkurnvegin í hús svo ekki varð teljandi tjón á lömbum. Þær stóðu inni í 6 daga. Geldfé fór illa, það vannst ekki tími til að sinna því fyrr en um seinan. Af því fórust í Bót um 20 fjár í hættur og fannir. Flest fullorðnir sauðir. Sumarið eftir það var graslítið og óþurrkasamt. Hey mjög lítil um haustið. Veturinn 1907-8 var mjög góður, sérstaklega eftir áramót. T.d. var ekki gemlingum gefin heytugga eftir einmánað- arkomu og þó með tveimur og þremur þroskaliðum um sumarmál þegar þeim var sleppt úr húsi með öðru fé. Sumarið 1908 var sæmilegt hvað grasvöxt og nýtingu á heyjum snerti. Veturinn 1908-9 var í meðallagi, oft hægur en rysjóttur með köflum. Sumarið 1909 var fremur kalt fyrstu vikurnar, en hlýnaði fljótlega og var með afbrigðum gott grasár. Nýting heyja góð, óvenju mikil hey um haustið. Um mánaðamótin september - október spilltist tíð mjög. Hlóð niður svo miklum lausasnjó að mátti heita haglaust í nokkra daga. Fjöldi manna var kominn á stað með lógunarfé austur yfir Lagarfljót fyrir aðal snjóinn, þar á meðal við frá Bót. Alófært varð yfir Fjarðarheiði og við sem þurftum að komast yfir hana með fé urðum að vakta það í 6 daga. Þá komu kaupmenn af Seyðisfirði sem höfðu keypt féð og tóku við því. Yfir Fagradal var fé þvælt strax, en tók fleiri daga. Eftir rúma viku komu óhemju norðaustan rigningar ofan í snjóinn svo jörð öll í byggð varð eitt vatnsflóð. Þá stór- skemmdust hey í torflilöðum, sérstaklega þeim sem sneru hlið á móti norðaustri. Veturinn 1909-10 er sá alversti sem ég man eftir. Hagar frá haustnóttum til jólaföstu- komu voru þó allgóðir, en tíð rysjótt. Með jólafostu hlóð niður svo miklum snjó að fullorðið fé náði varla til jarðar. Var gefið pund af heyi fullorðnu fé allt til jóla. Þá gerði spilli blota og varð haglaust, hélst svo fram á þorra. Þá þornaði og reif eitthvað snjóinn fyrir ofan Ærlæk svo eitthvað gagn var að jörð á þorranum. A góu voru látlaus dimmviðri. Allt á kafi í snjó. Hélst svo hagleysa fram um sumarmál. Sumarið heilsaði með 8 daga norðaustan rytju- veðrum, svo mun hafa svíað eitthvað án þess þó að kæmu hagar í Bótarlandi nema lítilsháttar í Bugnum. 10. og 11. maí voru svo foráttu norðanveður. Úr því fór að leysa snjó. En vorið þó kalt fram að slætti, Sumarið eftir það brúklegt. Hey heldur lítil um haustið. Þá fóru síðustu sauðirnir í Bót í kaupstað. Þrátt fyrir þennan fimbulvetur var útkoman þolanleg á bústofni hjá okkur. Fjárskaðar urðu í bylnum 10. og 11. maí. Á 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.