Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 83

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 83
Um búskap og fleira í Bót í Hróarstungu á tún. Náðum því upp í sæti linþurru að vísu, um kvöldið. Bundum það svo inn daginn eftir í snjórytju. Þeir sem ekki náðu heyjum þessa daga, náðu þeim lítt eða ekki fyrir snjó um haustið. Veturinn 1917-18 var kaldur og oft hagskrafl allt fram undir jól, þá mun hafa hlánað vel. En með janúarbyrjun brá til norðanáttar og voru glórulitlir norðanbylir með 20-30 stiga frosti til þorrakomu. Eftir það var tíðin stillt og hagar góðir til sumarmála. A síðasta vetrardag var öllu fé sleppt af húsi. Þá hafði heyeyðsla yfir veturinn verið sem svaraði 10 útheys hestar á hverjar 40 kindur. Sumarið 1918 var stillt og þurrt lengst af. Gróður seint á ferðinni. Þegar hann loks kom var sjáanlegt að jörð var stórskemmd frá vetrinum, bæði tún og úthagi. Af túninu hjá okkur fengust um 80 hestar, en í meðalári um 200. Mikið af þessum heyfeng var óþurrkandi vegna arfa. Ekki var betri útkoma á úthaga. Þar var í rauninni enginn slægur blettur. Það reyndist fullerfitt að fá í skotin í heystæðunni þó þau væru ekki stór eftir veturinn. Það bætti nú ekki að síðustu viku heyskapartímans var óþurrkur. Við fluttum því það litla sem fékkst votaband heim á tún. Að því loknu snjóaði svo mikið að ekkert sá á beðjurnar. Við grófum nokkuð af því upp úr snjónum og gáfum ferðamannahestum sem alltaf gistu um það leyti hjá okkur. Þegar snjóinn tók nokkru síðar, hirtum við dreifarnar illa þurrar. Veturinn 1918-19 var hagsæll fram á einmánuð, þá stóð beitarfé 3 vikur í húsi fyrir snjó og hagleysi, sá snjór lá það langt fram á sumar að ám var ekki sleppt fyrir sauðburð. Eftir það var sumarið 1919 fremur leiðinlegt. Skúrir oft meinlegir vegna heyþurrks og snjóar miklir í haustkauptíð. Veturinn 1919-20 var mikill snjóavetur og gjafafrekur. Vorið kalt, sumarið 1920 eftir það allgott. Veturinn 1920-21 mátti heita í meðallagi. Hagar oftast sæmilegir. Sumarið var leiðinlegt framanaf. Gróður kom seint og hryðjusamt. Eftir það sæmilegt til enda. Veturinn 1921 - 22 var gjafafrekur á köflum, þó ekki mjög erfiður. Læt nú þessari ófullkomnu lýsingu á árferði lokið með vetrinum 1921-22. Eftir það manst þú ekki síður en ég hvað fram fór í þeim efnum. Ég man reyndar dálítið um árferði fram um 1930, en eftir það ekki nema ár og ár á stangli, helst ill. Þess má geta að þessi lýsing mín á árferði hér að framan á að mestu við Bót og umhverfið. Á þcim árum voru óljósar fréttir úr öðrum landshlutum og jafnvel úr næsta nágrenni héraðsins. Lagarási 2, 24.01.1972 Með kærri kveðju. Þinn frændi. Gunnlaugur Eiríksson. 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.