Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 97
Bergur Hallsson frá Hryggstekk í Skriðdal
segi við mína pilta: „Komið þið, en þú segir
við þína pilta: Farið þið.“ Hér kemur fram
að Björn gekk sjálfur að vinnu með fólki
sínu, sem líklega hafa verið hyggindi sem í
hag komu. Nokkur hjúanna fylgdu honum
fast eftir, sem gæti bent til að vistin hjá
honum hafi verið góð og hann hafi verið
dagfarsgóður húsbóndi, ellegar hann hafi
verið einn þeirra, líklega ekki margra, sem
greiddu kaupið að mestu í peningum, en
heimilið var jafnan mannmargt.
Björn flytur vestur um haf
Vorið 1879 fóru þau Björn og kona hans
Aðalbjörg með sex börn sín á aldrinum 1 til
12 ára vestur um haf, og eru talin Arni,
Halldór, Björn, Jón, Þorvaldur og Olöf
Sigurbjörg, og auk þess fór með þeim sex
ára laundóttir Björns að nafni Ingibjörg,
sem hann átti með stúlku frá Búastöðum,
því hann sýnist hafa haft sama háttinn á og
aðrir stórbændur hvað varðar umgengni við
vinnukonur. Ekki er þessara barna að neinu
getið i Ættum Austfirðinga, en út af þeim
eru komnar ættir vestur þar. (Sjá Vestur-
Islenskar œviskrár 6. hefti bls. 64-85). Alls
voru í förinni 14 manns, bæði skyldu-og
þjónustulið, þar á meðal Vaðbrekku-
Kristín, sem á ný var nefnd próventukona.
Börnin tvö sem Björn átti með fyrstu konu,
Ólöfu Eyjólfsdóttur frá Hjarðarhaga, fóru
ekki vestur um haf fyrr en ári seinna, en
bæði giftust hér heima áður en þau fóru, og
átti Eyjólfur Guðrúnu Guðmundsdóttur
(2079-3983), en hún var náfrænka Kristín-
ar, konu Bergs Hallssonar, og Kristín átti
Eyjólf Guðmundsson, Eyjólfssonar á Hóli
og Þorskagerði (3984-364), sem í upphafi
þessa máls er getið sem bónda í Þorska-
gerði, en hann var systursonur Bergs
Hallssonar, og út af þeim eru komnar ættir
vestur þar. Vaðbrekku-Kristín, ekkja Bergs
Hallssonar, lést hinn 26. september 1896,
samkvæmt almanaki Ólafs Thorgrimssonar,
og hefur hún þá verið 85 ára, en ekki er þess
getið hvar hún dó, en trúlegt er að hún hafi
dáið í Minnesota nýlendunni, en þar settist
Björn Gíslason að með fjölskyldu sína í
öndverðu.
Björn lést á heimili sonar síns Eyjólfs
bónda í Vesturheimsbyggð í Minnesota 12.
ágúst 1906, talinn 86 ára, en var hins vegar
um 80 ára að aldri (f. 1826).
Helstu heimildir, aukþeirra sem getið er
í texta:
Kirkjubækur og manntöl viðkomandi
sókna.
95