Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 100
Múlaþing
foreldrar hans voru Guðmundur Oddsson
og Anna Björg Sigurðardóttir, en hún var
frá Sænautaseli. (Þórarinn Sveinsson) Sveinn
ólst upp á Hrjót, en á þeim tíma var þar
mikil einangrun. Hrjótur var innsti bær í
Hjaltastaðaþinghá, upp af Hreimsstöðum,
næst Eiðaþinghá. Hamragerði var næsti
bær. Hrjótur var, á bak við ásana, beint til
fjallsins séð frá Kjarvalshvammi, Dyrijöllin
eru þar utar. (Freyr/1994 /bls. 362 og Bjarni
Einarsson).
Systkini Sveins, sem komust til
fullorðinsára voru: Kristjana f. 1912, húsfrú
á Stóra- Steinsvaði, Stefán, f. 1914, fyrrum
útibússtjóri K.H.B á Egilsstöðum, Anna
Björg, f. 1917, húsfrú á Fossvöllum og
Kristján f. 1921, bjó fyrst í Fremraseli í
Tungu og síðan á Þórðarstöðum í
Fnjóskadal, býr nú á Akureyri.
Sveinn átti þess ekki kost að afla sér
menntunar, skólaganga hans var ekki nema
um þrír mánuðir alls, (Freyr /1994/ bls.362) en
hann hefur haft þann hæfileika að læra af
lífinu og samferðamönnum sínum og efla
hæfileika sína svo að aðdáunarvert er.
Aðspurður um hvort hann hafi lært meira af
einhverjum einum en öðrum, segir Sveinn:
„Ég er nú oft búinn að segja þá sögu. Það
var þannig að ég var á sjötta ári. Þá var ég
sendur með kaffi að skilarétt á næsta bæ,
Anastöðum. Þeir bændur sem áttu þarna
skilarétt áttu að halda henni við, þ.e. leggja í
hana dagsverk. Fyrir okkur var það móðurafi
minn sem átti að vinna verkið. Hann kom
reyndar til okkar þegar pabbi dó, þá orðinn
nokkuð gamall maður. Þá voru tveir menn
þarna að dytta að réttinni og ég var búinn að
heyra að það væri vandasamt verk að hlaða
grjóti. Þegar ég kem þarna þá tekur karlinn sem
var með afa mínum hnefastóran stein, leggur
hann á þrep í veggnum og sópar mold að, ég
man þetta eins og það hefði gerst í gær. Hann
Guðrún Björg Ólafsdóttir.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Sveinn að störfum á Galtastöðum fram,
Eigandi myndar: Minjavernd Austurlands.
98