Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 101
Sveinn Einarsson hleðslumeistari frá Hrjót
Klömbruhleðsla á streng. Sveinn rijjar upp gömul vinnubrögð við byggingu kœligeymslu á Hallormsstað.
Ljósmynd: Gunnar Guttormsson. Myndin er tekin um 1970.
sannfærði mig þarna fyrir alla tið um að þetta
væri enginn vandi og að allir gætu þetta. Nú er
ég búinn að vera að kenna þetta lengi og veistu
hvað, ég hef alla tíð verið að sannfæra aðra um
að það geti allir það sem ég lærði þarna á
augabragði.” (Freyr /1994/bls 363).
Föður sinn missti Sveinn árið 1922. Þá
kom það í hans hlut, sem elsta barnsins að
sinna búskapnum. Eftir fermingu fór
Sveinn að heiman til að vinna fyrir
íjölskyldunni. Flann var þá meðal annars á
Kirkjubæ, hjá séra Sigurjóni Jónssyni og á
Blöndals heimilinu á Hallormsstað
(Dagbækur Sveins). Kristbjörg hætti búskap
að Hrjót árið 1933. Þá dreifðist fjölskyldan
um Fljótsdalshéraðið.(Jv-eyr /1994 /bls 362).
Hrjótur
Nafn bæjarins er líklega dregið af hruni
úr björgum, og sér þess stað í grasi gróinni
brekku örskammt upp af bænum. Þar hafa
stórgrýtisbjörg hrotið úr sléttum háum
kletti, sem Tittlingsklettur heitir, og liggja
hálfsokkin við rætur bergsins. Bærinn er
hinn eini á landinu með þessu nafni. I fram
og niðurhorni jarðarinnar er talið að hið
forna Lambanesþing, sem getið er um í
Droplaugarsona sögu, hafi verið. Þar heitir
Vatnsskógur og þar er urmull kolagrafa. Þar
er Lambhagagarður, mikill og forn. í
skóginum er talið að búðirnar hafi verið og
þar taldi Sveinn Einarsson 24 tættur árið
1930. Við eyðibýlið Hrjót og upp frá
bænum Hreimsstöðum eru margir
huldufólksbústaðir. Allt til þessa dags og
enn í dag er það trú manna að víða í
kringum Hrjót búi huldufólk, enda er
99