Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 102
Múlaþing
Sveinn á bogabrúnni yfir Kerlingará í Hallormsstaðaskógi. Eigandi myndar: Bjarni Einarsson.
bærinn umkringdur hamragirðingum eða
klettaborg. Haft er eftir Sveini að löngu eftir
að bærinn fór í eyði 1940 hafi oft sést þar
ljós, hann hafði það eftir Aðalheiði
Sigurðardóttur á Galtastöðum fram í Tungu,
en þaðan sést vel til Hrjótar þótt á milli
bæjanna sé um 10 km. loftlína.
(www.hreimsstadir.is /abuendur /hrjotur. htm)
Bóndi í 30 ár
Arið 1936 hóf Sveinn búskap með konu
sinni Guðrúnu Björgu Ólafsdóttur f. 22.
febrúar 1904, d. l.maí. 1988. Þau bjuggu í
tvö ár að Birnufelli í Fellum, en þaðan var
hún. Sveinn endurreisti torfhúsin að
Miðhúsaseli í Fellum og þangað fluttu þau
1938. Hann steypti síðar 120 fermetra
íbúðarhús að Miðhúsaseli, sem flutt var í
1949 (Búkolla V bindi/ 1995 / bls.215). Börn
Sveins og Bjargar urðu 3. Þau eru
tvíburarnir: Guðný læknir í Svíþjóð og
Birna hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, og
Þórarinn, ráðunautur á Hólum í Reykhóla-
sveit. (Sveitir og jarðir í Múlaþingi I / 1974 /
bls.406, Freyr / 1994 / bls. 362 og Bjarni
Einarsson).
Um og eftir 1964 fór Sveinn að sækja
ýmsa vinnu útfyrir býlið, einkum yfir
sumartímann. Hann vann hjá Sveini
Jónssyni á Egilsstöðum við gróðursetningu
og fleira í Egilsstaðaskógi. Það sumar hóf
hann vinnu við gerð skrúðgarðs á
Egilsstaðabýlinu, vann þar einnig sumarið
1965 við hellu og þökulagnir og starfaði þá
einnig við Rörasteypuna á Egilsstöðum.
Seinna hlóð hann í kringum grafreitinn á
Egilsstaðabýlinu. Árin 1966 og '67 vann
hann við lóðina hjá Valaskjálf, bæði gerð
lóðarinnar og gróðursetningu. Það sumar
vann hann einnig við hleðslur við
Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Haustið
1967 losaði Sveinn sig við bústofninn og
28. október það ár fluttu þau frá
Miðhúsaseli að Hallormsstað. (Dagbœkur
Sveins).
100