Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 103
Sveinn Einarsson hleðslumeistari frá Hrjót
Sveinn við kirkjugarðsvegginn á Hallormsstað sem hann hlóð 1979.
Eigandi myndar: Bjarni Einarsson.
Á Hallormsstað leigðu þau Sveinn og
Björg í kjallaranum hjá Hrafni Svein-
bjarnarsyni, á Hjalla. (Munnlegar heimildir
Bjami Einarsson). Þar bjuggu þau til vorsins
1978, en í mars það ár skrifar Sveinn í
dagbók sína „vann við að meitla klettinn í
húsinu”. Mun hann þar hafa átt við klett
þann sem er í íbúðinni sem þau festu kaup á
Og fluttu í 8.apríl 1978. (Dagbœkur Sveins).
„I húsi Sveins Einarssonar, nr. 12 við
götuna Selás, gengur klappartota inn i eitt
herbergi á neðri hæðinni. Telur Sveinn að þar
búi huldufólk í klettinum fyrir ofan og hafi
innangengt í húsið hjá sér í gegnum totuna. Því
til sönnunar segir hann, að nokkrum sinnum
hafi horfið í húsinu hlutir á dularfullan hátt.
Fyrir nokkrum árum hvarf þar m.a. heilt brauð,
sem Sveinn var nýbúinn að kaupa í Kaup-
félaginu, og taldi sig hafa látið í eldhússkápinn.
Til að sannfæra sig að um að sig misminnti
ekki, sagðist hann hafa farið í búðina sama dag
og fengið staðfestingu á því að hann hafi keypt
brauðið. Þá hvarf líka búrhnífur í eldhúsinu, og
hefur hvorki brauðið né hnífurinn fundist
síðan. Þrátt fyrir þetta segist Sveinn una vel
sambýlinu við huldufólkið.“ (Sögn Sveins
l.nóv. 1987 í Egilsstaðabók /1997).
Eftir að þau fluttu til Egilsstaða vann
Sveinn mörg haust í Sláturhúsinu á
Fossvöllum. (Dagbœkur Sveins). Sveinn var
fenginn til að skrifa sveitalýsingu Skóga og
Valla í rit Búnaðarsambands Austurlands 11
bindi, Sveita og jarða í Múlaþingi sem út
kom árið 1975.
Hleðslumeistarinn
Eftir að Sveinn hætti búskap fór hann að
starfa hjá Skógræktinni á Hallormsstað, þar
vann hann aðallega á veturna, við
skógarhögg og ýmislegt fleira sem til féll. Á
sumrin vann hann við gróðursetningu á
trjáplöntum hjá hinum og þessum, t.d.
101