Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 104
Múlaþing
Bogagöngin á Skriðuklaustri sem Sveinn hlóð með aðstoð Friðriks Lúðvíkssonar. Verkið hófst haustið 1974
og því lauk í ágúst árið eftir. Ljósmynd: Skúli Björn Gunnarsson.
Sveini á Egilsstöðum í Egilsstaðaskógi og
hjá Ásgrími Halldórssyni á Höfn, við
sumarbústað hans. Það leiddi svo af sjálfu
sér að það þurfti að hlaða kanta og beð og til
þess varð Sveinn sj á 1 íkj öri n n yFreyr / 1994 /
bls.363). Hinn ört vaxandi byggðakjarni á
Egilsstöðum fékk nú í meira mæli að njóta
verka hans. Árið 1971 vann hann t.d við
lóðir Þorsteins læknis, Þorsteins kaup-
félagsstjóra og Sveinbjörns Guðmunds-
sonar. Hann vann ekki aðeins við hleðslur,
heldur var Sveinn líka mikill ræktunar-
maður og vann mörg vorin við að klippa,
snyrta og gróðursetja tré og blóm fyrir
einstaklinga og stofnanir. Sumarið 1973
vann hann við uppbyggingu lóðarinnar við
Landsbankann á Eskifirði og við lóð Bjarna
Kristmundssonar í Bláskógum á Egils-
stöðum. Sumarið 1974 vann hann við lóðir
Búnaðarbankans og Rarik á Egilsstöðum,
þá hlóð hann garðinn hjá Stefáni Pálssyni
við Lagarás 24. (Dagbœkur Sveins).
Haustið 1974 byrjaði Sveinn að safna og
höggva til steina í svalirnar á Skriðuklaustri
og sumarið eftir var byrjað af fullum krafti
að reisa svalirnar þar. Þá kom til liðs við
Svein, Sigurður Friðrik Lúðvíksson, sem
átti eftir að vinna með honum í 8 ár, og varð
helsti lærlingur Sveins. Þá var búið að
steypa undirstöður og safna nokkru grjóti,
og byrjað að hlaða norðausturhornið, sem er
eini hluti svalanna þar sem er allnokkur
veggur. Annars eru svalirnar gerðar úr
súlum með bogum á milli. Grjótið var
höggvið til í vinkilhorn eftir þörfum. Það
eru 49 vinkilhorn á svölunum og þurfti því
mikið að höggva en Sveinn reyndi þó alltaf
að nota náttúrulegt form steinanna sem
mest og var þetta sú aðferð sem hann notaði
svo alla tíð eftir það. Hann var snillingur í
að laga steinana til með hamrinum einum,
þó að meitill væri alltaf til taks ef á þurfti að
halda. Hann gæðaflokkaði grjóttegundir
eftir því hve gott væri að laga þær með
102