Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 113
Grágæsir á Úthéraði
Eggin eru matarmikil og því freistingfyrir alla eggjarœningja. Ljósmynd: Halldór W. Stefánsson
mynda díla og geta eldri ftiglar verið mjög
dökkir á kviðnum líkt og fullorðnar
blesgæsir (1/10.000 hlutfall). Þessar svörtu
fjaðrir eru fleiri á karlfuglinum. Bolfiður
fullorðinna fugla er þverara fyrir endann en
hjá ungunum og með ljósa jaðra. Fætur
kvenfugla sem liggja á eggjum verða
litlausir líkt og á veiðibjöllu.
Atferli
Gæsirnar eyða löngum tíma á vatni.
Snyrting fer þannig fram að fuglarnir fara á
vatnið eða lenda á því. I snyrtingunni lemur
gæsin vængjum og eys þannig vatninu um
sig og hneygir höfuð og háls í vatnið. Eftir
þessi tilþrif lyftir hún bringunni upp og
blakar vængjum, við það hríslast allt
lauslegt af skrokknum, vatn, lausar fjaðrir,
dautt skinn, dúnn og fiðurlýs. Vængjunum
heldur gæsin útteygðum í eitt andartak upp
í vindinn bæði til þerris og til auglýsingar.
Síðan lætur hún sig síga í vatnið og hristir
stélið. Þessi athöfn er margendurtekin en þó
ekki eftir föstum reglum. Stundum fer
fiðringur um eina gæsina og séu margar á
sama pollinum, vatninu, læknum eða ánni
verður mikil upplausn og ringulreið í
hópnum. Þá kafa þær, slá vængjum áfram á
vatnið eða rétt flögra yfir því og strjúka
lappirnar yfirborðið.
Mikill hávaði og garg fylgir þessu atferli
sem bæði ungar og fullorðnir taka þátt í.
Grágæsir gera lítið af því að kafa nema við
slíka snyrtiathöfh eða ef hætta steðjar að.
Geta þær þá kafað á allt að eins til tveggja
metra dýpi og verið á kafi í 15 til 30
sekúndur áður en þeim skýtur upp aftur.
Þetta kafsund á sér aðallega stað þar sem
djúp vötn og stórár eru.
Grágæsin flýgur ákveðið milli tveggja
fyrirfram ákveðinna staða oftast í beinni
línu frá náttstað í beitarland sem getur verið
mýri eða tún. Stefnan getur breyst af
völdum utanaðkomandi aðstæðna, fuglarnir
111