Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 115
Grágæsir á Úthéraði
1. tafla. Kjörlendisnýting grágæsa í apríl og maí, byggt á 229 skráningum. Ath. að undir aðra
nýtingu á kjörlendi telst; hvíld, snyrting og annað því um líkt en undir ýmislegt fellur öll nýting á
úthaga.
Kjörlendi Nvting Apríl Maí
Ræktað land Beit 65% (17) 84% (62)
Ræktað land Annað 8% (2) 4% (3)
Úthagi Ymisleg 27% (7) 12% (9)
Reynt er að finna öll hreiður sem eru á
hinu afmarkaða svæði og þau sem finnast
eru metin. Þá sést hve mörg hreiður eru með
eggjum, hve mörg hafa verið rænd og hve
mörg eru útleidd. Útilokað er að finna öll
hreiður á einum km2 því jafnvel þó að fugl
hafi sést fljúga af hreiðri getur farið svo að
hreiðrið finnist ekki, til dæmis í kjarrlendi,
á áreyri eða í hólma eða að fugl sést á
líklegu hreiðri á klettasyllu. Slík hreiður
flokkast sem x-hreiður og eru þau víðast
hvar til staðar. Rænd hreiður flokkast sem
tóm hreiður ásamt öðrum þáttum sem þýðir
að ungar klöktust ekki. Síðan eru egg í
hreiðri talin, stropamæld, vegin, lengdar- og
breiddarmæld og að lokum rnerkt.
Eggin eru matarmikil og því freisting
fyrir alla eggjaræningja. Fyrir hrafna, máfa,
tófur og aðra ræningja er mikill fengur í
einu gæsahreiðri. Maðurinn var fljótur að
færa sér eggin í nyt og hefur gert alla tíð. Nú
nýtir maðurinn vörpin að því er virðist af
gamalli hefð og til að halda viðkomu
fuglsins niðri.
Það er varla fyrirhafnarinnar virði fyrir
manninn að nýta gisnustu vörpin þar sem
þéttleiki hreiðra er undir 5 hreiðrum á km2.
Þau vörp eru mest nytjuð sem hafa
þéttleikann um 10-15 hreiður á km2. Þau
geta gefið 130-150 egg árlega án þess að
hafa fækkandi afleiðingar í fór með sér fyrir
afkomuna í varpinu.
Stærri og þéttari vörpin hafa verið í
jafnvægi frá því um 1970 með eðlilegum
árasveiflum. Smærri vörp hafa vaxið á
sama tíma.
Eggjataka hefst yfirleitt fljótlega eftir að
gæsin byrjar að verpa. Reynt er að taka
eggin ný áður en útungun hefst. Venjulega
eru skilin eitt til tvö egg eftir í hreiðri en
það er gert til að fuglinn komi síður aftur í
tún til að undirbúa nýtt varp ef öll eggin eru
tekin úr hreiðrunum (lög um vernd og
nýtingu gera skylt að skilja ekki færri en tvö
egg eftir í hreiðri). Heimafólk byrjar að taka
egg og svo fær skyldfólk og kunningjar að
taka. Engin trygging er fyrir því að egg séu
ekki tekin látlaust úr sömu hreiðrunum.
Grágæsin getur verpt aftur ef hreiður og egg
misfarast en þá koma færri egg í hvert sinn.
Hreiðrum sem eru óheppilega staðsett í
varpinu er hættara við ráni en öðrum betur
staðsettum hreiðrum. Afföll á hreiðrum af
völdum rána er að meðaltali um 30% á ári.
Afföll af völdum veðurfars, hamfara og
eggjaráns getur kollvarpað afkomu í
samverkandi árum. Sem dæmi um slíkt
misfórust 70 til 90% hreiðra vorið 1993 á
Úthéraði. (Misjafnt eftir vörpum.)
Það er ekki sjálfgefið þó að eggjatöku
verði hætt í vörpunum að afföll hreiðra
minnki að sama skapi. Aukið framboð
hreiðra og eggja stæði þá öðrum ræningjum
til boða. Hlutfall affalla getur lækkað án
þess að varp aukist. Vörpum í eyðibyggð og
í alfaraleið er sérlega mikil hætta búin við
rányrkju. Við slíkar aðstæður búa varp-
fuglar eingöngu við þá vernd sem staðhættir
113