Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 120
Múlaþing
Gœsahópur i sárum á tjörn í landi Tjarnalands í Hjaltastaðaþinghá.. Ljósmynd: Halldór W. Stefánsson
og tekur á móti honum sigri hrósandi með
tilheyrandi skvaldri. Getur kliðurinn verið
all hávær og dýfa fuglarnir goggnum ofan í
næsta vatn eða reyta í gras og hrista hann
þar eins og þjakaðir. Lendi karlfuglinn hins
vegar í áflogum sem eru sjaldnast annað en
það að hann hangir aftan í annarri gæs, sem
er svo ólánsöm að verða fyrir barðinu á
honum, sleppir hann ekki takinu fyrr en
fiður losnar úr fuglinum. Þegar grágæsir
bíta í átökum snúa þær uppá með goggnum
svo bitið verði áhrifameira. Lendi tveimur
karlfuglum saman geta átökin verið all hörð
og oft verður mikið fjaðrafok. Lendi
paraður karlfugl í átökum við geldfugl, sigri
hann að lokum svo geldfuglinn hörfar, snýr
sigurvegarinn stoltur til íjölskyldunnar með
útrétta vængi, höfuð og háls teygt skáhallt
upp og fram og gargar hátt og mikið.
Grágæsin verpir ýmist í byggðum þar
sem þéttleiki hreiðra er um 14 á hvern km2
eða í strjálu varpi með þéttleika hreiðra upp
á 5 á hvern km2. En það er sama hvort er,
hreiður og egg misfarast af margvíslegum
ástæðum. Staðsetning hreiðra er misjöfn.
Hreiður í árhólmum, á eyrum og svipuðum
3. tafla. Fjölskyldustærðir, pör séð með unga (Pmu).
Pmlu Pm2u Pm3u Pm4u Pm5u Pm6u Pm7u Pm8u Mt.
1994 5 24 45 61 32 6 2 0 3,6
1995 5 22 49 41 30 10 0 0 3,6
1996 19 36 30 30 41 5 6 2 3,3
1997 13 21 61 25 28 8 2 0 3,4
Samtals 42 103 185 157 131 29 10 2 659
6% 16% 28% 24% 20% 4% 2% 0,3%
118