Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 122
Múlaþing
4. tafla. Niðurstaða varprannsókna í vörpunum 12, árin 1994, 1995,1996 og 1997, auk áranna
1988, 1989, 1991, 1992 og 1993 í tveimur varpanna.
Ese í hreiöri Fiöldi hreiðra Fjöldi eggja Hlutfall %
0 172 0 32,4
1 19 19 3,6
2 25 50 4,7
3 74 222 13,9
4 92 368 17,3
5 55 275 10,4
6 27 162 5,1
7 6 42 1,1
8 1 8 0,2
X 60 ? 11,3
Samtals 531 1.146 100
fyrr en í byrjun júlí. Aðalfellitími grágæsa
er í júlí og eru þær í sárum í um einn
mánuð. Annars er ferill fjaðrafellis flókinn
og erfitt er að segja til um hvað það er sem
verkar þannig á einstaklinginn að hann
fellir flugijaðrirnar. Oftast eru gæsirnar
komnar í fullan hamskrúða síðla hausts
áður en þær yfirgefa landið og eru þá
geldfuglar fyrri til.
Grágæsir í sárum halda kyrru fyrir eða
láta litið fyrir sér fara um hádaginn en fara
á beit síðla dags og yfir nóttina. Þá er eins
og jörðin hafi gleypt þær, svo lítið ber á
þeim. Upp úr miðjum ágúst þegar gæsin
kemur úr hulduverunum eftir sáratímann er
hún mjög stygg. Sækir hún þá mikið til
fjalla yfir daginn, er oft í berjum, en skellir
sér á láglendið undir kvöldið í náttstað sem
oft eru áreyrar og ijöruborð vatna.
Talningar á gæsum
Talningar eru ein besta leiðin til að afla
vitneskju um fjölda, dreifingu og stöðu
fugla, hvort sem um er að ræða á af-
mörkuðum svæðum eða í heild. En hvað
segja talningar á fuglum okkur?
Vorið er sá árstími þegar ákjósanleg
skilyrði skapast til athugunar á fjölda og
dreifingu andfugla. Alftir og gæsir hópast í
ræktað land og endur á vakir vatna.
Vortalningar á gæsum og álftum snúast
að mestu um þrjár tegundir sem eru
varpfuglar hér á landi en það eru grágæs,
heiðagæs og álft. Vegna lífsmynsturs
heiðagæsa að vori ræðst það mikið af
tíðarfari og snjóalögum hversu mikið
tegundin nýtir sér ræktað land og þar af
leiðandi speglast þær aðstæður í hlutfalli
þeirra í talningum. Aðrar tegundir eins og
helsingi, blesgæs, kanadagæs og margæs
koma fyrir í það litlu magni á Héraði að
fjöldi þeirra hefur lítil áhrif, bæði á
framkvæmd talninganna og á beit þeirra á
ræktuðu landi. Þó getur Ijöldi helsingja
verið nokkur, einkum þau vor sem ríkjandi
eru stífar suðvestan og norðvestan áttir.
Grágæsin er lang algengasta tegundin á
talningarsvæðinu. Hún nær hámarki í íjölda
undir lok apríl og nýtir ræktað land mest
þann tíma fram að varpi. Geldfuglar eru
lengur í túnum og eiga það til að demba sér
á túnin rétt fyrir fjaðrafelli. Hlutfall
120