Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 131
Björn Jónsson
Um fiskimið og fislci-
slóðir við Borgarfjörði
Hér á eftir verða talin fiskimið sem
sótt var á frá Borgarfiði, lengst af á
árabátum, venjulega á þriggja til
ijögurra manna förum og til mun það hafa
verið að róið væri á minni bátum sem tveir
menn reru (skektum). Síðan var og hefur
verið farið til fiskjar á litlum vélbátum
(trillum), flestum tvö til þrjú tonn að stærð.
I þessari upptalningu á fiskimiðunum
förum við fyrst út og norður eins og kallað
er:
Stekkjarleira: Suður af Landsenda er
kallað Stekkjarleira.
Landsendaröst: Landsendaröst er út af
Landsenda.
Þá höldum við lengra út og dýpra:
Klettalögn (Klettalög): Klettalögn er
kallað út af Skálanesi. Stekkjarbær í
Njarðvík ber þá í Tóartanga og Álfaborg í
Blik, bláleita skriðu í Staðarfjalli.
Djúpiklettur. Djúpiklettur er kallað er
Stekkjarbæ ber í Tóartanga og Álfasteinar á
Glettingsnesi í Flesjarsund.
Súlur: Súlur er kallað þegar Súlur
beravið Skjaldarfjallsröðina.
Grein þessi birtist í tvennu lagi í Gusu, Qölrituðu blaði
Ungmennafélags Borgarfjarðar. Nefndist fyrri hlutinn
„Fiskimiðin“ en sá síðari „Gamlar fiskislóðir.“
Ósamið, eða öðru nafni Knörr, er kallað
út af Osfjöllum, bæði djúpt og grunnt. Þá
kemur Knörrinn við Selfljótið, framan við
Unaós, fram.
Miðjjarðargrunn: Miðijarðargrunn er
kallað þegar Álfasteinar á Glettingsnesi2
bera í Flesjarsund og Ffólmahornið í
Lághamar (fremsti hluti FTofstrandar-
hamars).
Geitfellsdjúp: Ut af Hafnarbjarginu eru
Geitfellsdjúp. Geitfell yddir yfir Bjargbrún.
Þar fékkst oft ýsa og steinbítur.
Bakkaslóð: Bakkaslóð er út og suður
með Bjarginu. Bakkabæinn ber þá í Hafnar-
tanga. Oft var lína lögð þannig og út með
rastarkantinum ef fiskur var á grunnslóð.
Hola: Hola er kallað þegar Ribbuna ber
í holu eða gjótu í Bjarginu upp af Sæluvogi
(það er ekki um að ræða holu í sjávarbotn-
inum).
Stigi: Stigi er kallað þegar Mávastapinn
ber í Tröllastiga í Bjarginu (aðrir segja að
Stigarnir séu tveir og þegar þá beri saman
þá sé „maður á Stiganum.“
Hraungarður: Hraungarður er kallað út
af hraungarði sem skagar út úr Hafnar-
2 í greininni er oftast ritað „Glettingsnes“ en „Glettinganes“
bregður þó fyrir. Hér samræmt í „Glettingsnes.“
Fleirtölumyndin var (og er kannski enn) algeng meðal
Borgfirðinga þótt Glettingurinn sé einungis einn.
129