Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 133
Um fiskimið og fiskislóðir við Borgarfjörð
Tanginn í Torflækinn,
Skjótanestá í skriðu
austan Brúnavíkurár og
Glettinganestáin ber í
höfnina í Kjólsvík.
Hafnþúfuklettur:
Þegar Dyríjallstindur og
Hafnarþúfa ber saman.
Lágmið á klettinn eru
þrjú. Þau eru Tanginn í
Torfulækinn, Skjótanes-
tá í skriðu austan Brúna-
víkurár og Glettinga-
nestáin ber í höfnina í
Kjólsvík.
Dyrfjalladjúp: Þegar
Dyríjöll ber í Brúna-
víkurskarðið utan við Geitfell erum við á
Dyrijalladjúpi.
Hvalvíkurbót: Hvalvíkurbót er grunnt út
af Hvalvík.
Glettingsnesröst: Glettingsnesröst er út
af Glettingsnesi. Getur hún oft verið erfið
yfirferðar í slæmum veðrum. Ef landátt er
má þó oft fara á litlum bátum innanskerja,
þ.e. alveg upp við land, því þar er oft
rólegra þótt oft sé þar súgur.
Viti á bœ: Út af Glettingsnesi eru til
ýmsar viðmiðanir og eru algengastar þrjár.
Þær miða við afstöðu vitans gagnvart öðr-
um kennileitum á nesinu. Þær eru viti á
Alfasteina, viti á tóft og viti á bæ.
Flór: Flór er kölluð grunnslóð út af
Kjólsvík. Þar þótti fiskur oft áberandi dökk-
ur.
Gjáarmið: Sunnan við Glettingsnes eru
Gjáarmið. Mig minnir að miðið sé þegar
bæinn ber í gjána sem er uppi í
Glettingnum, þá var „flyðran vís en færið
tapað“, hafði Brandþrúður Benónýsdóttir
sagt við Magnús bróður sinn er þau reru
saman til fiskjar þegar Magnús bjó á
Glettingsnesi. Þau hafa sennilega ekki haft
færi frá danskinum heldur heimaunnin færi
úr togi. Þau voru börn Benonýs þess sem
smíðaði róðrarkarlinn sem næstum var
búinn að verða honum að ijörtjóni áður en
hann réð niðurlögum hans.
Ut af Húsavík þóttu fiskimið góð:
Kambshorn: Best þótti að róa undir
norðurfall og var þá farið út um Kambs-
horn. Hólhúsabær sat þá á Kambshorni þar
til Borgarnesbær bar við Álftavíkurtanga.
Var þá róið út á miðja vík, út á: Litluhnúða,
Flötuhnúða og Endahnúka. Þetta eru
hnúkar á ijallgarðinum upp af Norðtjarðar-
horni og ijallgarði sunnan og austan við
Viðfjörð.
Nípa: Næst er svo róið út á Nípu
(Norðfjarðarnípu) með ýmsum auka-
nefnum.
Skálanesröst: Miðið norðureftir djúpt
eða grunnt á Skálanesröst, út af skerjum.
Skúmhöttur: Þá var farið út um Skúm-
hött, þ.e. Skúmhött og Rauðatind ber
saman.
Sprökumið: Það er þegar Maðurinn á
Herjólfsvík ber í Hvammsskarð, þá er
131