Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 135
Um fiskimið og fiskislóðir við Borgarfjörð
Ólafur Aðalsteinsson á dragnótaveiðum. Ljósmynd: Sverrir Aðalsteinsson. Úr myndasafni Austra.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Fiskur þótti vænni þar sem kallað var
„út og norður“. Tel ég þá einkum hafa verið
átt við miðin við Súlur og hraunið þar fyrir
utan. Eins fengust oft góð rek frá Súlum og
suður undir Matklett.
Nokkur sumur um 1940 komu það sem
kallaðar voru „norðangöngur“. Þá var
stundum mikill fiskur á öllu svæðinu frá
Osafles, og jafnvel norður á Héraðsflóa, og
allt inn á Borgarfjörð. Þetta voru
sílisgöngur og stóðu yfirleitt ekki lengi við
en þó gat fengist fullfermi á trillurnar 3 til 4
daga í röð. Þetta var stútungsfiskur. Þessar
göngur hafa vafalaust komið af og til en oft
virðist verða breyting í nokkur ár og síðan
koll af kolli.
Stundum lá fiskur á hrauninu út af Súl-
um en gekk ekki á grunnmið. Var þá um að
ræða stóran fisk.
Góð steinbítsmið þóttu út af Borgarfirði,
allt frá hrauni út af Hafnartanga, sem er
Glettingfur] frammi við Almenning, og
liggja þaðan í átt utan við Brimnes. I þessari
hraunrönd er Miðfjarðarklettur. fnnan við
Tindaröst og norður með þessu hrauni, bæði
að utan og innan, áfram leirinn út undir
Súlur, var oft mikill steinbítur. Sömuleiðis
var oft mikil ýsugengd á leirunum sunnan
við Súlur og suður, inn fyrir Tindaröst.
Oft fékkst góður fiskur á öllu svæðinu
frá Almenningsröst og norður um Tindaröst
og Matklett og norður um Flatahraun. Eitt
algengasta mið hér áður var Bakkaslóð, þó
sérstaklega þegar sótt var með línu. Var þá
byrjað norðan við Almenningsröst, lagt út
og suður yfir röstina og áfram, allt eftir
línulengd. Almenningsröst var mikið notuð
fiskislóð og oft vænn fiskur við röstina. A
svæðinu þaðan suður yfir Brúnavík var
fiskur ekki mikið botnfastur fyrr en kom
suður um víkina og Súlutindur var kominn
að íjallsöxlinni. Þaðan suður um Hornslóð
var oft góður fiskur.
Hafnþúfugrunn er skemmtilega ákvarð-
að með hámiði þegar tindur Ytra-Dyríjalls
ber í Hafnarþúfu. Að sjálfsögðu er Hafn-
133