Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 137

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 137
Sigurður Kristinsson Undir Fellaheiði 1703-2003 Fólk í Refsmýri og á Hlíðarseli Litlar heimildir eru til um búsetu í Refsmýri á 18. öld en þó má ætla að hún hafi verið samfelld. Jörðin var hjáleiga frá Ormarsstöðum og hafa ábúendur notið þess eða goldið eftir aðstæðum eða venslum við eiganda. Árið 1703 bjó þar Ingunn (929) Vigfúsdóttir ekkja frá Hofi í Vopnafirði. Hafði verið gift Jóni (3910) Ásmundssyni á Ormarsstöðum. Tveir synir þeirra bjuggu þá í Fellum: Vigfús (3911) á Setbergi og Jón stúdent (3913) á Ormarsstöðum. Hjá Ingunni voru 1703: Einar Jónsson fósturbarn 13 ára, Jón Jónsson vinnumaður 24 ára, Brynhildur Gissurardóttir vinnu- kona 31 árs og Arndís Magnúsdóttir sveitarómagi 59 ára. Ekkert sést um þetta fólk í Ættum Austfirðinga, en líklega hefur Ingunn búið í Refsmýri til æviloka. Sóknarmannatöl og prestsþjónustu- bækur eru ekki til frá Ássókn á 18. öld. Aðalmanntölin 1801 og 1816 veita miklar upplýsingar. Bændatöl eru til frá árunum 1732, 1753, 1762 og 1784. Þau tilgreina þó aðeins ábúendur (skattgreiðendur) en ekki annað heimilisfólk Árið 1732 býr Jón Þorvarðsson í Refs- mýri. Hefur líklega verið frá Ormsstöðum í Eiðaþinghá. Samkvæmt Æ. Au. kemur varla annar maður með þessu nafni til greina. Árið 1753 býr þar Jón Árnason. Ekkert verður um hann fullyrt. Árið 1762 er í Refsmýri Jón (4092) Hildibrandsson frá Krossi, f. um 1698. Bjó áður á Setbergi, kvæntur Guðrúnu Narfa- dóttur frá Rangá, f. um 1696. Þórarinn (6994) Jónsson frá Bót bjó í Refsmýri árið 1784, kvæntur Steinunni (2495) Þorsteinsdóttur frá Mýrnesi í Eiða- þinghá. Voru komin í Tókastaði í Eiðaþinghá 1786. Áttu þrjár dætur, tvær Guðrúnar og Málfríði. Sonur Guðrúnar eldri var Þorsteinn (6996) Mikaelsson í Mjóanesi en sonur hans var sr. Finnur á Klyppsstað í Loðmundarfirði og dóttursynir Þorsteins voru Árni Þórðarson og Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritari. Þeir koma allir síðar fram í þessum þáttum. Sigurður Björnsson og fjölskylda Árið 1801 voru í Refsmýri hjónin Sigurður (4522) Björnsson 28 ára og Ingibjörg (5059) Ingimundardóttir Árna- Tölur í svigum eru númer fólksins í Ættum Austfirðinga eftir sr. Einar Jónsson. 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.