Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 137
Sigurður Kristinsson
Undir Fellaheiði
1703-2003
Fólk í Refsmýri og á Hlíðarseli
Litlar heimildir eru til um búsetu í
Refsmýri á 18. öld en þó má ætla að
hún hafi verið samfelld. Jörðin var
hjáleiga frá Ormarsstöðum og hafa
ábúendur notið þess eða goldið eftir
aðstæðum eða venslum við eiganda.
Árið 1703 bjó þar Ingunn (929)
Vigfúsdóttir ekkja frá Hofi í Vopnafirði.
Hafði verið gift Jóni (3910) Ásmundssyni á
Ormarsstöðum. Tveir synir þeirra bjuggu
þá í Fellum: Vigfús (3911) á Setbergi og Jón
stúdent (3913) á Ormarsstöðum.
Hjá Ingunni voru 1703: Einar Jónsson
fósturbarn 13 ára, Jón Jónsson vinnumaður
24 ára, Brynhildur Gissurardóttir vinnu-
kona 31 árs og Arndís Magnúsdóttir
sveitarómagi 59 ára. Ekkert sést um þetta
fólk í Ættum Austfirðinga, en líklega hefur
Ingunn búið í Refsmýri til æviloka.
Sóknarmannatöl og prestsþjónustu-
bækur eru ekki til frá Ássókn á 18. öld.
Aðalmanntölin 1801 og 1816 veita miklar
upplýsingar. Bændatöl eru til frá árunum
1732, 1753, 1762 og 1784. Þau tilgreina þó
aðeins ábúendur (skattgreiðendur) en ekki
annað heimilisfólk
Árið 1732 býr Jón Þorvarðsson í Refs-
mýri. Hefur líklega verið frá Ormsstöðum í
Eiðaþinghá. Samkvæmt Æ. Au. kemur varla
annar maður með þessu nafni til greina.
Árið 1753 býr þar Jón Árnason. Ekkert
verður um hann fullyrt.
Árið 1762 er í Refsmýri Jón (4092)
Hildibrandsson frá Krossi, f. um 1698. Bjó
áður á Setbergi, kvæntur Guðrúnu Narfa-
dóttur frá Rangá, f. um 1696.
Þórarinn (6994) Jónsson frá Bót bjó í
Refsmýri árið 1784, kvæntur Steinunni
(2495) Þorsteinsdóttur frá Mýrnesi í Eiða-
þinghá. Voru komin í Tókastaði í
Eiðaþinghá 1786. Áttu þrjár dætur, tvær
Guðrúnar og Málfríði. Sonur Guðrúnar
eldri var Þorsteinn (6996) Mikaelsson í
Mjóanesi en sonur hans var sr. Finnur á
Klyppsstað í Loðmundarfirði og dóttursynir
Þorsteins voru Árni Þórðarson og Sigfús
Sigfússon þjóðsagnaritari. Þeir koma allir
síðar fram í þessum þáttum.
Sigurður Björnsson og fjölskylda
Árið 1801 voru í Refsmýri hjónin
Sigurður (4522) Björnsson 28 ára og
Ingibjörg (5059) Ingimundardóttir Árna-
Tölur í svigum eru númer fólksins í Ættum Austfirðinga eftir sr. Einar Jónsson.
135