Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 138

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 138
Múlaþing sonar frá Ekkjufellsseli og dóttir þeirra Valgerður ársgömul. Voru áður á Sigurðar- gerði. Hafa líklega búið fram undir 1815. Þá mun Ingibjörg hafa látist og Sigurður leyst heimilið upp. Attu sjö börn auk Valgerðar (4529): Páll (4523), Árni, Jón (4524), Benjanrín (4525), Sigurður (4526), Björn (4530) og Guðrún, sem ekki er nefnd í Æ. Au. heldur í manntali 1816. Börnin hafa líklega öll fæðst í Refsnrýri. Árið 1816 eru þrjú þeirra á sveitarframfæri í Fellum: Árni 5 ára, Benjamín 2 ára og Guðrún 14 ára. Jón og Björn ílentust á Héraði en flest lenti þetta fólk norður á bóginn. Bjuggu á Vopnafirði, Langanesi, Strönd og í Norður- Þingeyjarsýslu. Sigurður bjó síðast í Gunnólfsvík. Síðari kona hans var Ólöf Jónsdóttir, f. um 1797, frá Síreksstöðum í Vopnafirði. Áttu fimm börn en þau verða ekki talin hér. Um fermingaraldur var Sigurður smali á Hafrafelli og lenti í sérstæðri reynslu. Leitaði að ám, sem vantaði og hljóp fram á barð til að skyggnast um. Undir því lá mannýgur tarfur frá Staffelli. Hann brást við, setti hausinn undir Sigurð, sem lenti upp á háls bola, gat krækt saman fótum og einnig haldið sér. Boli ærðist en strákur sat sem fastast og hékk á hálsi hans til miðaftans að boli lagði haus á jörð en Sigurður fór af honurn. Þá leit boli ekki upp. Var sýnilega nrjög eftir sig í hálsinum og var fargað litlu síðar. (Ættir Austjírðinga bls. 451) Kristín Þorvarðardóttir og börn Árin 1815-1817 bjó í Refsmýri Kristín (1649) Þorvarðardóttir frá Setbergi, f. um 1770, ekkja Jóns Bessasonar á Ormars- stöðum. Með henni voru börn hennar tvö, Jón (10987) og Málmfríður, bæði fædd um 1800 á Ormarsstöðum og þaðan komu þau í Refsmýri. Þaðan fóru þau 1817, Jón í vinnumennsku að Hjartarstöðum í Eiða- þinghá en mæðgurnar urðu báðar vinnu- konur í Fellum. Síðar ól Málmfríður upp frænku sína, Guðbjörgu Þórðardóttur frá Krossi og sá einnig til með móður sinni háaldraðri. Koma öll við sögu síðar í Refs- mýri, því Kristín lést þar nærri hálfníræð 28. maí 1854 og Málmfríður lést þar 19. apríl 1860, sextug að aldri. Jón Jónsson bjó í Refsmýri á þeim árum. Andrés Jónsson Vorið 1817 fluttust að Refsmýri Andrés Jónsson bóndi 35 ára, f. á Þrándarstöðunr í Eiðasókn um 1782 og móðir hans Salný Andrésdóttir 67 ára, f. á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði um 1751. Með þeim komu Guðrún Hemingsdóttir vinnukona og Jón Jónsson sonur hennar 16 ára. Einnig kom Guðrún Jónsdóttir húskona sem fór að Ormsstöðum í Skógum 1821. Þau voru öll í Hamragerði í Eiðasókn árið 1816. Andrés og Salný fluttust að Hafrafelli 1823 og að Hlíðarseli í Tungu 1824, afbýli frá Bót. Árið 1827 fór Andrés frá Heiðarseli í Tungu að Merki á Jökuldal en Salný að Hreims- stöðum í Hjaltastaðaþinghá. Þangað kom Andrés 1830. Salný lést þar 1833 en ekkert sést um Andrés eftir 1834. Þorsteinn Þórðarson og Guðmundur sonur hans Árið 1822 fluttust að Refsmýri hjónin Þorsteinn (7015) Þórðarson f. um 1767 og Helga (10482) Jónsdóttirf. um 1770. Komu frá Sigurðargerði, sem var hjáleiga frá Ási og virðast hafa búið þar a. m. k. frá 1801. Þorsteinn var uppalinn í Fellum og Fljótsdal en Helga var frá Hlaupandagerði (síðar Þórsnes) í Hjaltastaðaþinghá. Börn þeirra voru fjögur og virðast hafa alist upp á Sigurðargerði. Eru tvö þeirra nafngreind í Refsmýri 1825: Guðmundur (10483) og 136
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.