Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 139
Undir Fellaheiði 1703-2003
Guðrún. Hin börnin hétu Einar og Guðný,
ílentust bæði á Héraði en koma ekki við
þessa sögu. Guðrún giftist út í Tungu og bjó
á Kleppjárnsstöðum. Maður hennar hét Jón
(10468) Jónsson og var hálfbróðir móður
hennar. Þorsteinn Þórðarson lést árið 1829
og Guðmundur sonur hans tók við
búskapnum. Kona hans hét Sigríður
Halldórsdóttir Jónssonar og Þórunnar
Jónsdóttur. Hún kom í Refsmýri 1828 frá
Miðhúsum í Eiðasókn
Foreldrar Sigríðar voru hjá þeim nokkur
ár. Halldór var úr Eyjafirði, f. í Glæsi-
bæjarsókn um 1774.
Börn Guðmundar og Sigríðar urðu sex.
Tvö þeirra fæddust í Refsmýri, dæturnar
Sigríður og Guðríður. Fjölskyldan fluttist
að Hlíðarseli 1835. Þröngt hefur verið í
bæjarhúsum í Refsmýri árið 1834-1835, því
næsta fjölskylda var komin líka þangað til
ábúðar. Voru þá 11 manns í bænum. Víkjum
nú um sinn að Hlíðarseli.
Fólk og ábúð á Hlíðarseli
Hlíðarsel var afbýli frá Ormarsstöðum.
Því fylgdi allmikið land, sem takmarkast að
utan og neðan af Þorleifará en land
Refsmýrar er innan við. Beitiland er gott,
grasgefið og skýlt í ijalli en góðar engjar í
mýrum og blám hið neðra. Þarna eru nú
talsverð ræktunarskilyrði með framræslu.
Beitarhús voru á Króarhrauni í miðju
landinu. Meginhluti Hlíðarselslands er í
stórum bug Þorleifarár, sem rennur þvert í
gegnum það ofan heiðarbrúna og þvert fyrir
neðan það að mörkum Refsmýrar. Bak við
Brúnir er Stóralækjarstykki, vel gróin
heiðarspilda milli tvegjya lækja.
Lítt finnst um ábúð á Hlíðarseli á fyrri
öldum og lengst af mun þar hafa verið sel
frá Ormarsstöðum, enda mjög hentugt og
hagfellt þar til slíks. Beitarhús hafa verið
1
Sigfús Sigfússon, þjóðsagnaritari.
Ljósmynd: Vigfús Sigurðsson.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
þar en erfitt gat þó verið að passa fé á þeim
vegna íjarlægðar frá heimajörðinni, þegar
veður urðu vond og færð slæm. Sjálfsagt
hafa þó sauðir verið hafðir þar og látnir
liggja við opið, sem kallað var. Var þeim þá
gefið einu sinni á dag og stundum vitjað
með nokkurra daga millibili, ef tíð var góð
og vel náðist til jarðar.
Sóknarmannatöl Áskirkju greina frá því
að byggð tókst upp á Hlíðarseli á 19. öld en
var stopul.
137