Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 143
Undir Fellaheiði 1703-2003
yfir land Refsmýrar. Ekki er höfundi
kunnugt um árekstra í þessu sambandi. Oft
þurfti að smala út í blár, í fjalli eða út í
Rana. Fjárgæslan hefur verið harðsótt í
vondum veðrum og kafsnjó.
Árin 1916-1919 bjuggu á Hlíðarseli
hjónin Jón Pétursson og Rósa Hávarðar-
dóttir. Áttu fimm börn, sem upp komust og
verða talin hér í aldursröð. Margrét, giftist
Bergsteini Brynjólfssyni á Ási, Ragnheiður
saumakona á Reyðarfirði, Vilhelmína
búsett á Reyðarfirði, Sigurlaug, gift Birni
Gunnarssyni á Hofi og Jón, sem bjó á
Klausturseli á Jökuldal, kvæntur Guðrúnu
Aðalsteinsdóttur frá Vaðbrekku í Hrafnkels-
dal. Dóttir Jóns Péturssonar fyrir hjónaband
var Magnea, gift Sigurði Björnssyni í
Sauðhaga. Þrjú af börnunum, Ragnheiður,
Sigurlaug og Jón, voru með þeim öll árin á
Hlíðarseli, þau síðar töldu innan 10 ára
aldurs. Jón og Rósa bjuggu á Setbergi bæði
fyrir og eftir búsetu á Hlíðarseli. Einar
Sveinn Jónsson var vinnumaður þeirra tvö
ár en hann hafði sínar kindur á Króarhrauni,
sem voru beitarhús í miðju neðra landinu.
Jón var sonur Péturs Sveinssonar frá
Bessastöðum í Fljótsdal. Móðir hans var
Ragnhildur Sigurðardóttir frá Arnalds-
stöðum. Bjuggu þar.
Rósa var frá Grund í Mjóafirði.
Foreldrar hennar bjuggu þar, Hávarður
Jónsson og Sigurlaug Sveinsdóttir frá
Borgarfirði.
Árni Þórarinsson og Eiríka
Sigfúsdóttir
Eiríka og Árni bjuggu á Hlíðarseli
1919-1921. Þá fæddist Þórarinn elsta barn
þeirra. Foreldrar hennar voru Kristín
Þórarinsdóttir frá Skjöldólfsstöðum á Dal
og Sigfús (1282) Hallsson úr Hlíð. (Frá
honum er greint hér síðar í einum þættinum
urn ábúð í Refsmýri.) Sigfús og Kristín
Einar Sveinn Jónsson vinnumaður á Ormars-
stöðum og víðar og Arni Þórarinsson bóndi á
Ormarsstöðum.
Börn Eiríku og Arna í aldursröð: Þórarinn,
Sigfús, Bergsteinn, Ormar og Guðrún. Yngsta
barnið Kristínu vantar á myndina.
Eigandi mynda: Guðrún Árnadóttir
141