Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 144
Múlaþing
Sigfús Jóhannesson og Guðbjörg Guðmundsdóttir með soninn Benedikt
síðar bónda í Beinárgerði. Myndin er tekin á Hlíðarseli 1922.
Eigandi myndar: Sigríður Sigfúsdóttir
bjuggu á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal en síðar
á Hóli í Fljótsdal. Árni var frá Ormars-
stöðum. Foreldrar hans voru Þórarinn
(3946) Sölvason frá Víkingsstöðum á
Völlum og Guðrún (3032) Árnadóttir frá
Úlfsstöðum. Þau bjuggu fyrst á Úlfsstöðum
en á Ormarsstöðum frá 1899 til æviloka.
Börn Árna og Guðrúnar verða talin hér í
aldursröð: Þórarinn bjó á Strönd á Völlum;
Sigfús búsettur í Egilsstaðabæ; Bergsteinn
lögregluþjónn í Reykjavík; Ormar búsettur í
Egilsstaðabæ; Guðrún húsfreyja á Skeggja-
stöðum og Kristín búsett í Reykjavík. Árni
og Eiríka fluttust að Ormarsstöðum 1921 og
bjuggu þar síðan.
Guðbjörg Guðmundsdóttir og Sigfús
Jóhannesson.
Sigfús (1888) Jóhannesson og Guðbjörg
(1887) Guðmundsdóttir fluttust að Hlíðar-
seli 1922 og bjuggu þar sex ár. Foreldrar
hans voru Jónína Jónsdóttir af Héraði og
Jóhannes Jónasson ættaður úr Mýrdal,
snjall hagyrðingur og oft kenndur við
Skjögrastaði í Skógum,
hvar þau bjuggu níu ár.
Foreldrar Guðbjargar
voru utan af Héraði.
Ingvar Björnsson sem
lengi var í Fellum og
hún voru bræðrabörn.
Feður þeirra voru frá
Elcru í Hjaltastaðaþing-
há. Guðmundur bjó
fyrst í Blöndugerði, svo
á Ketilsstöðum í Hlíð
en fluttist þaðan til
Krossavíkur í Vopna-
firði. Börn Sigfúsar og
Guðbjargar verða talin
hér í aldursröð: Bene-
dikt bjó í Beinárgerði á
Völlum, Sigrún hús-
freyja á Jaðri á Völlum, Guðmundur bjó í
Vík í Mýrdal, Jóhannes dó barn, tvíburi
móti Guðmundi, Sigríður nú búsett á
Egilsstöðum. Guðmundur var þó aldrei á
Hlíðarseli. Ólst upp í bernsku hjá móður-
fólki sínu á Vopnafirði.
Vorið 1928 fluttust Sigfús og Guðbjörg
að Vallaneshjáleigu og bjuggu þar síðan.
Sigfús lést árið 1962 en Guðbjörg árið 1971.
Foreldrar Sigfúsar voru hjá þeim öll árin
á Hlíðarseli nema það fyrsta. Þar var einnig
Guðmundur sonur þeirra og bróðir Sigfúsar,
þá um 10 ára aldur. Hann bjó síðar í Vík í
Mýrdal. Kona hans var Ragnheiður Þormar
frá Geitagerði í Fljótsdal.
Með brottflutningi Sigfúsar og Guð-
bjargar lauk búsetu á Hlíðarseli en þess skal
getið að Vigfús Einarsson, sem var
ráðsmaður hjá Sigríði Sigfúsdóttur á Arn-
heiðarstöðum fram til 1940, er hún hætti
búskap, gerðist húsmaður á Ormarsstöðum
og hafði fé sitt á Hlíðarseli fáein ár.
Nú eru allir látnir senr bjuggu eða
fæddust á Hlíðarseli.
142