Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 148
Múlaþing
Systkinin Guðný og Björn Steindórsbörn.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurl.
Páll Benjamínsson, kennari.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
þátt í orustum í Frakklandi og særðist. Kom
vinnufær til Kanada en mun hafa drukknað
litlu síðar.
Steindór kvæntist Jónínu B. Jónsdóttur
frá Hofi. Bjuggu á Miðhúsum 1912-1924
og í Fossgerði til 1928. Þar lést Jónína.
Börn þeirra voru fimm: Björn hárskeri
Norðfirði, Sigurborg húsmóðir í Þrasta-
lundi Norðfirði, Ingólfur vegagerðarmaður
á Héraði, búsettur síðast í Egilsstaðabæ,
Guðný búsett í Reykjavík og Guðfinna
húsmóðir á Straumi í Tungu. Steindór lést
1965. Var síðustu árin hjá Sigurborgu dóttur
sinni í Þrastalundi.
Sigurbjörg Pálsdóttir (8328). f. á
Ormarsstöðum 17. júni 1826, kom 8 ára í
Refsmýri og var þar fram undir 1850.
Giftist Sigurði Hallssyni frá Sleðbrjót í
Hlíð. Dætur þeirra voru fjórar: Guðbjörg,
Guðný Halla, Guðrún og Sigfinna Pálína,
sem dó ung i barnaveikinni 1861, þá í fóstri
hjá Guðbjörgu ömmu sinni í Refsmýri.
Sigurður drukknaði í Lagarfljóti og fáum
árum síðar giftist Sigurbjörg Halli bróður
hans. Börn þeirra urðu Ijögur: Sigurður, f.
1. september 1857 en dó ársgamall; Guðný
Hallfríður, f. 7. júní 1859 en dó úr
barnaveiki 8. janúar 1861; Eiríkur og
Sigfús. Móðir bræðranna, Sigurðar og
Halls, var Guðný eldri (8313) Sigfúsdóttir
frá Ási, systir Þóru og Guðbjargar, sem áður
voru nefndar.
Hallur og Sigurbjörg fluttust í Refsmýri
1879. Kom hún þá aftur á æskuslóðir en lést
þar vorið eftir. Þrjú af börnunum komu með
þeim í Refsmýri: Guðbjörg, Guðný Halla
og Sigfús en Guðrún og Eiríkur komu árið
áður að Meðalnesi. Þar bjó Þuríður
Hallsdóttir föðursystir barna Sigurbjargar,
gift Oddi Hildibrandssyni. Verður nú greint
frá þeim fimm af börnum Sigurbjargar, sem
náðu fullorðinsaldri og fluttust öll í Fell.
146