Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 155
Undir Fellaheiði 1703-2003
Orraarsstöðum að Krossi í Fellum og þar
lést hann í skæðum inflúensufaraldri 1894.
Dóttir þeirra Guðbjörg giftist Jóni
Einarssyni í Stóra-Sandfelli. Aður átti
Guðrún soninn Dag, sem var Gunnarsson
og bjó síðar á Strönd á Völlum. Eftir lát
Hermanns giftist Guðrún Sigfúsi Kjerúlf
bróður Þorvarðar læknis, sem fluttist í
Ormarsstaði 1876. Þau voru síðast hjá
Guðbjörgu og Jóni í Stóra-Sandfelli.Önnur
börn Sigríðar voru:
Solveig (1684) f. 1874 ljósmóðir, giftist
Páli Pálssyni frá Fossi á Síðu. Bjuggu á
Krossi. Áttu tvö fósturbörn, Sólrúnu
Eiríksdóttur frá Refsmýri en hún bjó síðar á
Krossi og Pál Gíslason frá Skógargerði.
Hann bjó síðar á Aðalbóli í Hrafnkelsdal.
Sólrún var bróðurdóttir Solveigar en Páll
var systursonur Páls bónda.
Einar Sveinn (1685) f. 1872, var
vinnumaður fyrst hjá Eiríki bróður sínum í
Refsmýri en síðar hjá Solveigu systur sinni
á Krossi og enn síðar á Ormarsstöðum,
Hafursá hjá Vilborgu systur sinni og á
Strönd en húsmóðir þar var Dagrún
Jónsdóttir dótturbarn Guðrúnar systur
Einars Sveins. Síðustu ár ævinnar var hann
á Reyðarfirði hjá Jóni Kjerúlf systursyni
sínum. Hann var sonur Vilborgar á Hafursá,
sjá hér á eftir.
Vilborg (1683), f. 1867, giftist
Guðmundi Kjerúlf bróður Þorvarðar
læknis. Bjuggu á Ormarsstöðum, Sauðhaga
og Hafursá. Áttu sjö börn, hið elsta dó í
bernsku. Eldri sonur þeirra Jón, var nefndur
hér rétt á undan. Hin börnin hétu Anna,
Sigríður, Guðbjörg, Solveig og Andrés.
Guðmundi Kjerúlf var mjög óljúft að fara
frá Ormarsstöðum.
Gróa (1686) f. 1877, giftist Jóni
Þorgrímssyni frá Tunghaga. Bjuggu í
Vallanesi. Áttu einn son, Sigfús, sem bjó á
Akureyri.
Dagur Gunnarsson Strönd.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Jón Eiríksson kennari.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
153