Saga - 2015, Blaðsíða 16
hana.11 við notkun slíkra vitnisburða sem heimilda verður að hafa í
huga að fólk sem kallað hefur verið til yfirheyrslu af lögreglu eða
sakadómara tjáir sig ekki að eigin frumkvæði heldur vegna þess að
yfirvöld telja sig hafa ástæðu til að hafa afskipti af lífi þess.12 ekki
koma miklar upplýsingar um bandaríska parið fram í skjölum máls-
ins, nema hvað hún er kölluð „miss“ og hefur því verið ógift en
hann var háttsettur í hernum. Það er hins vegar ljóst að þótt þau séu
kölluð par hér til hægðarauka voru þau það ekki opinberlega og má
gera ráð fyrir að það hafi komið þeim óþægilega á óvart að vera
kölluð til yfirheyrslu um þessa gönguferð sína í vestmannaeyjum.
Aðrir úr bandaríska hópnum voru einnig yfirheyrðir á keflavíkur -
flugvelli og var frásögn þeirra á sama veg. Neituðu þeir því að kon-
an hefði virst undir áhrifum áfengis eða lyfja.
Í skjölum kynörvunarlyfjamálsins má sjá hve ólík frásögn banda-
rísku vitnanna og þeirra íslensku var af atvikinu í eyjum. Af fram-
burði vitna má líka ráða nokkuð um hugsanlega tilurð sögunnar eða
hvernig ólíkar útgáfur hennar hafi orðið til. eitt íslensku vitnanna,
sem sá til parsins við íþróttavöllinn, sagðist við yfirheyrslu hafa sagt
„í gríni við einhverja peyja, sem hann hitti, er hann kom niður í
bæinn, að hann hefði séð undirföt af kvenmanni við Fiskhellanefið.
Mun sú saga síðan hafa borist fljótt út um bæinn og verið tengd við
ameríkanana.“13 Þegar blaðamaður Tímans hringdi í yfirlögreglu -
þjóninn í vestmannaeyjum og spurðist fyrir um málið sagði sá síðar-
nefndi sem var, að hann hefði ekki verið viðstaddur, en skýrði
blaða manninum frá því sem sagt væri í bænum um atvikið.14 Önnur
blöð byggðu síðan umfjöllun sína á frétt Tímans.15
kristín svava tómasdóttir14
11 ÞÍ. DR B/1660. Rannsóknir — kynörvandi lyfjanotkun. endurrit úr sakadóms-
bók Gullbringu- og kjósarsýslu 29. ágúst 1952.
12 vilhelm vilhelmsson, „Stílfært og sett í samhengi. Um heimildargildi vitnis-
burða í réttarheimildum“, Saga LIII:1 (2015), bls. 15–45, sjá t.d. bls. 17. vilhelm
fjallar einkum um dómabækur sýslumanna frá fyrri öldum, en þau aðferða fræði -
legu vandamál sem hann ræðir eru ekki síður til staðar í yngri réttarheimildum.
13 ÞÍ. DR B/1660. Rannsóknir — kynörvandi lyfjanotkun. Útskrift úr sakadóms-
bók vestmannaeyja 27. ágúst 1952, bls. 5.
14 Sama heimild, bls. 8–9.
15 Tíminn dró raunar í land strax daginn eftir. Þá sagði í forsíðufrétt blaðsins að
komið hefði í ljós við rannsókn málsins í vestmannaeyjum „að tilburðir stúlk-
unnar hafi ekki verið hneykslanlegir, en á annan veg en fólk hér á að venjast á
almannafæri“. Í fréttinni sagði jafnframt að stúlkurnar, sem verið hefðu í
eyjum með bandarísku hermönnunum, hefðu borið „erlend nöfn, töluðu
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 14