Saga - 2015, Blaðsíða 69
stóð enn yfir, en því lauk ekki fyrr en með Handbók Marteins
einars sonar sem kom út 1555. Meðan á því stóð var miklum vand -
kvæðum háð að taka upp lútherskt helgihald.106
Hér er litið svo á að Sigurður Jónsson hafi ekki síðar en með bréf-
inu 1554 snúist til fylgis við siðaskiptin ef ekki siðbótina sem slíka.
Þess skal getið að Guðbrandur Jónsson leit allt öðruvísi á málið.
Hann taldi Sigurð hafa haldið uppi kaþólskum miðaldasið allt til
hins síðasta, hvort sem hann hafi látið sig dreyma um að endurreisa
hann eða ekki. Þá hafi það ekki verið það kaldlyndi, í anda endur-
reisnarinnar, sem hann ætlaði Sigurði sem bjó að baki því að hann
var reiðubúinn að ganga til fylgis við lútherskuna, taka biskupskjöri
og lýsa sig með því viljugan til að þjóna þeim sem orðið höfðu föður
hans og bræðrum að bana. Öllu frekar hafi vakað fyrir honum „…
að njóta þess aðstöðuhagræðis til að koma fram fyrirætlun sinni,
sem kosningin veitti, ef hún var tekin til greina.“107 Guðbrandur leit
því á Sigurð sem sannfærðan fulltrúa miðaldakirkjunnar allt til
dauða. konungur féllst að vísu hvorki á biskupskjör Sigurðar við
dauða föður hans né Ólafs Hjaltasonar síðar þótt Palladius hafi
stungið upp á honum áður.108 Til þess kunna þó, eins og fram er
komið, að liggja ástæður sem ekki koma trúarskoðunum Sigurðar
við.
Sigurður ólst upp í kaþólskri miðaldakristni og hefur það ugg-
laust mótað embættisrekstur hans á ýmsa lund jafnvel eftir fyrr -
greint bréf. vera má að það komi einmitt fram í afskiptum hans af
málastappi sem hlaust af barnsfæðingu í Mývatnssveit 1561. Síðasta
dag aprílmánaðar 1562 hélt Magnús Jónsson „prúði“ sýslu maður
almennt héraðsþing í Haganesi við Mývatn. Þar kom fyrir mál
Guðbjargar kolbeinsdóttur frá Grænavatni en hún kærði sóknar -
prest sinn fyrir að hafa að ósekju sett sig út af „… þui haleita dyr-
mæta sacramente og natverde Jehsu Christi Guds sonar“.109 Hún
hafði áður viðurkennt einfalt barneignarbrot. Föður að barni sínu
kvað hún einar nokkurn Tumason sem gerst hafði sveinn Sigurðar
prófasts skömmu áður en barn þeirra fæddist.110 enginn kannaðist
frumkvöðull siðbótar á norðurlandi? 67
106 Arngrímur Jónsson, Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót, bls. 13–14.
107 Guðbrandur Jónsson, Herra Jón Arason, bls. 65; sjá og bls. 236.
108 Páll eggert Ólason, Menn og menntir II, bls. 503.
109 DI XIII, bls. 710.
110 Af texta bréfsins má ráða að barnið hafi fæðst á Þorláksmessu á sumar (20.
júlí) en þar segir, strax eftir að greint er frá fæðingunni, að faðirinn „hafe þad
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 67