Saga - 2015, Blaðsíða 93
englendingurinn Frederick W.W. Howell (1857–1901) tilraun til að
breyta þessu. Howell varð kunnur fyrir að ganga á hæsta tind lands-
ins, Hvannadalshnúk, fyrstur manna, árið 1891, ásamt fylgdarmönn-
um sínum, Páli Jónssyni og Þorláki Þorlákssyni frá Svínafelli í
Öræfum.50 Tveimur árum síðar sendi Howell frá sér bókina Iceland
in Pictures sem er eins konar óður til Íslands.51
Af tiltækum heimildum er erfitt að fullyrða um ferðir Howells til
Íslands árin 1892–189452 en sumarið 1895 ferðaðist hann „hér eystra
um fjöll og óbyggðir inn af Fljótsdal og Jökuldal“, segir í fréttabréfi
frá Seyðisfirði sem birtist í Þjóðólfi.53 Rúmum mánuði síðar flutti
Howell fyrirlestur í edinborg í Skotlandi þar sem hann skýrði í máli
og myndum frá göngu sinni á Öræfajökul.54 ef til vill var tilgangur
Howells með öllu þessu að búa sig undir að leiða breska ferðamenn
um Ísland, því á hverju sumri frá 1896 til 1901 fór hann með einn
eða fleiri hópa vítt og breytt um landið, bæði ríðandi og gangandi,
meðal annars um Norðurland og kjöl.55 Norðurland naut einmitt
vaxandi vinsælda á þessum árum. Staðir eins og Ásbyrgi, Dettifoss
og Mývatn löðuðu til sín sífellt fleiri ferðamenn en fram að þessu
höfðu fremur fáir lagt leið sína þangað.
Íslandsævintýri Howells fékk sviplegan endi þegar hann drukkn -
aði í Héraðsvötnum sumarið 1901 en hann var þá á leið yfir þau
með hóp af ferðamönnum.56 Íslensku fréttablöðin greindu frá slys -
inu og fóru fögrum orðum um þennan ötula frumkvöðul. Bjarki á
ferðamannalandið ísland 91
50 Ísafold 29. ágúst 1891, bls. 273; Ísafold 24. október 1891, bls. 338. J. Coulthard frá
Preston og Jón Sigurðsson frá Svínafelli voru með þeim þremenningum í upp-
hafi ferðarinnar en sneru við á leiðinni upp.
51 Frederick W.W. Howell, Iceland in Pictures. Drawn with Pen and Pencil (Lond on:
The Religious Tract Society 1893).
52 Í bókinni Ísland Howells, bls. 14, segir Frank Ponzi að Howell hafi verið leiðsögu -
maður erlendra ferðamanna á Íslandi frá árinu 1893 en ekki verður séð hvaða
heimildir eru fyrir því. Sjá Frank Ponzi, Ísland Howells 1890–1901 (Mosfellsbær:
Brennholtsútgáfan 2004).
53 Þjóðólfur 27. september 1895, bls. 187.
54 The Scotsman 31. október 1895, bls. 4.
55 Austri 22. júní 1896, bls. 66; Austri 28. júlí 1896, bls. 82; Fjallkonan 23. júní 1896,
bls. 103; Ísafold 25. mars 1896, bls. 67; Ísafold 10. júní 1896, bls. 155; Ísafold 8. júlí
1896, bls. 187; Ísafold 8. ágúst 1896, bls. 224; Ísafold 22. ágúst 1896, bls. 230; Ísafold
5. ágúst 1896, bls. 220; Ísafold 8. júní 1898, bls. 143; Ísafold 22. júní 1898, bls. 159;
Ísafold 21. júlí 1900, bls. 182; Þjóðólfur 10. júlí 1896, bls. 134; Þjóðólfur 4. sept -
ember 1896, bls. 166; Þjóðólfur 19. maí 1899, bls. 95.
56 Stefnir 13. júlí 1901, bls. 62.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 91