Saga - 2015, Blaðsíða 90
straumum til meginlands evrópu í sumarleyfum sínum og nánast
yfirtók marga vinsæla ferðamannastaði þar sem yfirstéttin hafði
verið nánast einráð.42 Þessi nýja „tegund“ ferðamanna hafði yfirleitt
takmarkaðri frítíma og fjárráð en yfirstéttin sem gat leyft sér að
ferðast vítt og breitt, jafnvel svo mánuðum skipti. Þessu fylgdi ann-
ars konar ferðamynstur í tíma og rúmi, það er að segja hraðari yfir-
ferð á minna landsvæði.43
Gæti verið að svipuð þróun hafi átt sér stað hér á landi undir lok
nítjándu aldar? Að hér hafi borið meira á skemmtiferðamönnum úr
miðstétt, fólki sem hafði skamma viðdvöl á landinu og var á hrað -
ferð á milli ferðamannastaða? Reykjavík-Þingvellir-Geysir-Gullfoss-
Reykjavík (sem nú kallast Gullni hringurinn) var orðin vinsælasta
ferðamannaleiðin í stað Reykjavík-Geysir-Hekla-Reykjavík. Samt
sem áður var Ísland enn utan meginferðamannastraumsins í álfunni
og var því áfram ákjósanlegur áfangastaður í augum bresku „könn -
uðanna“ (e. explorers), þeirra ferðamanna sem kusu að halda sig frá
vinsælustu ferðamannalöndunum á meginlandinu.44 einnig í aug -
um þeirra sem vildu upplifa andstæðuna við hið iðnvædda breska
samfélag. Á Íslandi gátu ferðamennirnir upplifað og notið um stund
kyrrðarinnar, hreina loftsins og einfaldari lífshátta, þar á meðal
ferðast á hestbaki í stað háværra járnbrautarlesta, gist á sveitabæjum
í stað hótela eða sofið í tjaldi.45
víkjum þá að hópferðunum. Í júlí 1893 kom póstskipið Laura til
Reykjavíkur og með henni „33 danskir og þýzkir ferðamenn, er
Skemmtiferðafélagið danska [Dansk touristforeningen] hafði safnað
arnþór gunnarsson88
42 John R. Gold og Margaret M. Gold, Imagining Scotland. Tradition, Representation
and Promotion in Scottish Tourism since 1750 (Aldershot: Scolar Press 1995), bls.
112; John k. Walton, „British Tourism between Industrialization and Global -
ization“, bls. 113–115 og 121.
43 Rudy koshar, „‘What ought to Be Seen’. Tourists’ Guidebooks and National
Identity in Modern Germany and europe“, Journal of Contemporary History 33:3
(1998), bls. 326–327 og 334; Jan Palmowski, „Travels with Baedeker — The
Guidebook and the Middle Classes in victorian and edwardian england“,
Histories of Leisure. Ritstj. Rudy koshar. Leisure, Consumption and Culture.
Ritstj. Rudy koshar (Oxford: Berg 2002), bls. 107.
44 Sigrún Pálsdóttir, Icelandic Culture and victorian Thought, bls. 113–115. Sjá
einnig James Buzard, The Beaten Track, bls. 158–160; Sigrún Pálsdóttir, Þóra bisk-
ups, bls. 97–98.
45 Finnur Jónsson, „en Rejse til Island“, Atlanten 1. árg. 1904, bls. 149; Sigrún
Pálsdóttir, Icelandic Culture and victorian Thought, bls. 134–136; Sumarliði
Ísleifsson, Ísland framandi land, bls. 154–157.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 88