Saga - 2015, Blaðsíða 132
heimildirnar.15 Það skýtur því skökku við, miðað við gang mála í
fræðunum, að tiltekin afstaða til heimildarýni sé tekin út fyrir sviga
og uppnefnd eftir löngu gjaldþrota rannsóknarstefnu, þess þá
heldur ef hún er eingöngu höfð fyrir strámann til að gagnrýna einn
tiltekinn fræðimann. Þó að gagnrýnin beinist helst að einum manni
er ekki nema eðlilegt að öðrum þyki að sér vegið í leiðinni og það er
í því ljósi sem mér finnst rétt að víkja nokkrum orðum að svonefndri
nýbókfestu.
Hvað er nýbókfesta?
Því verður ekki neitað að mannfræðiskólinn í norrænum fræðum
hefur verið mikil innspýting í rannsóknir á miðaldabókmenntum og
fengið fræðimenn til að hugsa hlutina upp á nýtt. Nýbókfesta, sem
gerir ráð fyrir munnlegri varðveislu sagna og kvæða engu síður en
aðrir viðurkenndir skólar í norrænum fræðum, er skóli af öðrum
toga sem mun leiða af sér ólíkar en vonandi jafn frjóar rannsóknir. Í
grundvallaratriðum gengur kenningin út á að ritaðar heimildir séu
skoðaðar sem leifar þess tíma sem þær eru ritaðar á (um leifar fjallar
Gunnar sjálfur á bls. 74). Heimildirnar veita þannig fyrst og fremst
innsýn í hugarheim þeirra sem festu þær á bókfell. Nýbókfesta er
því kjörin aðferð við hugarfars- og hugmyndasögurannsóknir.
eftirlætisdæmi mitt um hvernig þessi aðferð virkar er varðveisla
völuspár. Ýmsir fræðimenn, til dæmis Sigurður Nordal, hafa talið
kvæðið samið um eða eftir árið 100016 en aðrir telja það enn eldra;
jafnvel hefur verið reynt að aldursgreina það með hæpnum rit-
tengslum við dróttkvæði sem sjálf eru aðeins varðveitt í unglegum
heimildum.17 varðveisla völuspár flækir málin nefnilega þó nokk -
uð, óháð því hvort við teljum að festa megi terminus ante quem við
Þorfinnsdrápu eftir Arnór jarlaskáld, sem einar Ól. Sveinsson og
ýmsir aðrir hafa talið að standi í beinum textatengslum við völu -
arngrímur vídalín130
15 Til dæmis gerir William Ian Miller heimildarýni sinni ítarleg skil í riti sínu
Bloodtaking and Peacemaking: Feud, Law, and Society in Saga Iceland (Chicago:
University of Chicago Press 1990), bls. 43–76.
16 Sigurður Nordal, „völuspá“, Fornar menntir III (kópavogi: Almenna bóka -
félagið 1993), bls. 172–176.
17 einar Ól. Sveinsson, Íslenzkar bókmenntir í fornöld (Reykjavík: Almenna bóka-
félagið 1962), bls. 327. einar Ólafur segir að textasamanburður sinn sé „hlutlæg
rök“ fyrir aldri völuspár, en ekki verður annað sagt en að hringrök hans í
aldur sgreiningu séu ívið huglægari en hann vill vera láta.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 130