Saga - 2015, Blaðsíða 161
MeNNINGARARFUR Á ÍSLANDI. GAGNRÝNI OG GReINING.
Ritstjórar Ólafur Rastrick og valdimar Tr. Hafstein. Háskólaútgáfan.
Reykjavík 2015. 371 bls. enskur útdráttur. Höfundar efnis.
Í bókinni Menningararftur á Íslandi er kynnt til sögunnar nýlegt fræðilegt
hugtak, gagnrýnin menningararfsfræði. Í inngangi skilgreina ritstjórar
menningararfinn sem svo að hann sé í stöðugri hættu á að verða eyðingunni
að bráð: „Án hættunnar er enginn menningararfur: hlutir og siðir sem ekki
eru í einhvers konar háska eru bara hluti af daglegu lífi og daglegu brauði“
(bls. 9). Gagnrýnin menningarfræði er það þegar fræðimenn „beina sjónum
sínum með gagnrýnum hætti að því sem gerist þegar hlutir, siðir og önnur
fyrirbrigði menningarlífsins eru skilgreind af sérfræðingum, stjórnmála-
mönnum og stofnunum sem einkennandi eða á annan hátt mikilvæg fyrir
samfélagið í heild sinni, sjálfsmynd þess, sögu og samfellu“ (bls. 11). Áhersla
er lögð á að það sé háð samtímaaðstæðum fremur en fortíðinni hverju sé
hampað sem menningararfi. Í inngangi ritstjóra kemur fram að gagnrýnin
menningararfsfræði sé í mikilli gerjun og vísað í stofnun alþjóðlegs fagfélags
fræðimanna á þessu sviði árið 2012 (bls. 13).
Í grein valdimars Tr. Hafsteins, „Menning í öðru veldi“ (bls. 19–39) er
fjallað um tengslin milli uppgötvunar menningararfs og þess að eyðingar-
hætta steðjar að honum. Hann tekur sem dæmi tvö hús við Lækjargötu sem
brunnu árið 2007 og hlutu við það „eldskírn“, töldust nú mikilvægur hluti
af menningararfi þjóðarinnar. valdimar skilgreinir umræðuna um menning-
ararf sem póstmóderníska aðferð „til að fást við menningarmun eftir að fjara
tók undan módernísku þjóðmenningarhugtaki sem hefur smám saman
misst sannfæringarkraft sinn og notagildi“ (bls. 28). Hann ræðir þá þver -
sögn að varðveisla minja um menningararf sprettur iðulega upp úr andófi
gegn stórkarlalegum breytingaáformum pólitískra og efnahagslegra vald-
hafa, elítunnar í samfélaginu, og byggist á samtakamætti hinna valdalitlu.
Takist hins vegar vel til, þannig að andspyrna í nafni menningararfs nær
árangri, kostar það sitt; „stjórnsýslan umskapar athafnir almennings í sinni
eigin mynd, með þeim tækjum sem henni eru tömust“ (bls. 33). viðurkenn -
ing á að eitthvað teljist til menningararfs felur í sér aukið skipulag og mið -
stýringu. Höfundur spyr, með ögn retórískum hætti, hvort sú athygli sem
R I T D Ó M A R
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 159