Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 182

Saga - 2015, Blaðsíða 182
hjá Jóni, því að annars vegar er þjóðin „gerð að kristsgervingi. Hún á sína píslargöngu og sinn kross“ (bls. 295) og hins vegar birtist Jón Sigurðsson, í bland við nafna sinn Arason í gervi krists — Jóni Sigurðssyni er lýst sem frelsara þjóðarinnar, en Jón Arason tekur á sig píslir þjóðarinnar og kross (bls. 289–290). Jón Sigurðsson verður í meðförum nafna síns Aðils að frelsara þjóðarinnar, og í honum, eins og kristi fyrir hinn trúaða, „hefst tími uppris- unnar“ (bls. 297). en áhrifin ná lengra en til táknmálsins eins. Þannig sér Sigurjón Árni ákveðna „eskatólógiska vídd“ í lýsingu Jóns Aðils á sögu íslensku þjóðarinnar og framtíð hennar: „Þjóðin hefur líka trúboðsskyldu, hún verður að vera viðbúin og Jón prédikar: „þegar kallið kemur, — og hennar kall kemur fyr en síðar, það er ekki hætt á öðru. Á því verður hún að byggja sína trú og von, — og sú von lætur sér ekki til skammar verða.“ Hér sækir hann orðalag beint úr Rómverjabréfinu 5.5 og lætur þar ekki staðar numið heldur grípur til hugmynda um útvalninguna úr táknheimi kristni- nnar“ (bls. 298). Ríkin tvö, hið jarðneska og andlega, falla þar með greinilega saman í eitt í skrifum Jóns Aðils — þjóðin er „communio sanctorum (samfélag heilagra)“ (bls. 292), og í fullvalda þjóðríkinu hefur hún náð sínu takmarki, eins konar guðsríki á jörð. Þetta er róttækur lestur á Jóni Aðils, en erfitt verður að ganga framhjá honum í fræðilegum skrifum í framtíðinni. eins og fram hefur komið þá fjallar bókin Trú, von og þjóð um margvísleg fræðileg og söguleg álitamál, en allir þræðir hennar koma saman í umfjöllun- inni um kenningarlegan grundvöll íslensku þjóðkirkjunnar og flóknar deilur um samband (þjóð)ríkis, þjóðar, og (þjóð)kirkju. Hér er höfundur á heimavelli, því að hann hefur starfað innan íslensku kirkjunnar um áraraðir. Saga stofn- unarinnar er honum því eðlilega hugleikin og hann þekkir vel þann djúpstæða guðfræðilega ágreining sem ríkti innan kirkjunnar frá því um aldamótin 1900 og langt fram eftir 20. öldinni. Í upphafi snerust þessar deilur um gagnrýni stuðningsmanna „frjálslyndu guðfræðinnar“, eða „nýguðfræðinnar“ á, svo- kallaðan rétttrúnað. Hreyfing þessi átti sér rætur í skrif um þýskra guðfræðinga eins og Albrechts Ritschls og Adolfs von Harnacks, og var kynnt til sögunnar á Íslandi um og upp úr 1900 af mönn um á borð við Friðrik J. Bergmann, Jón Helgason prófessor og biskup, og Harald Níelsson, prófessor við Háskóla Íslands. Þessir menn vildu aðlaga boðun kirkjunnar að nýjum tímum og þekkingu, og hverfa frá þeirri áherslu sem lögð hafði verið fram að því á þján - inguna og þolinmæði manna gagnvart hverfulleika jarðlífsins. Inntak rétt- trúnaðarins, hefur Sigurjón Árni eftir Friðriki J. Bergmann, „er kristindómur sem kennir „þjóðinni einungis að þola og líða, — sampínast með frelsaran- um““, en frjálslyndu guðfræðingarnir töldu, skrifar Friðrik, að kristindóm ur - inn ætti „ekki einungis að kenna mönnum að þola. Hann á umfram allt að kenna mönnum að lifa“ (bls. 313). Niðurstaðan var því sú að kirkjan yrði að stíga „skrefið frá guðfræði þolandans yfir til guðfræði gerandans“ (bls. 315). Það er ekki þessi hlið nýguðfræðinnar sem Sigurjón Árni leggur mesta áherslu á í ritinu, heldur sterk og vaxandi tengsl hennar við íslenska þjóð - ritdómar180 Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.