Saga - 2015, Blaðsíða 182
hjá Jóni, því að annars vegar er þjóðin „gerð að kristsgervingi. Hún á sína
píslargöngu og sinn kross“ (bls. 295) og hins vegar birtist Jón Sigurðsson, í
bland við nafna sinn Arason í gervi krists — Jóni Sigurðssyni er lýst sem
frelsara þjóðarinnar, en Jón Arason tekur á sig píslir þjóðarinnar og kross
(bls. 289–290). Jón Sigurðsson verður í meðförum nafna síns Aðils að frelsara
þjóðarinnar, og í honum, eins og kristi fyrir hinn trúaða, „hefst tími uppris-
unnar“ (bls. 297). en áhrifin ná lengra en til táknmálsins eins. Þannig sér
Sigurjón Árni ákveðna „eskatólógiska vídd“ í lýsingu Jóns Aðils á sögu
íslensku þjóðarinnar og framtíð hennar: „Þjóðin hefur líka trúboðsskyldu,
hún verður að vera viðbúin og Jón prédikar: „þegar kallið kemur, — og
hennar kall kemur fyr en síðar, það er ekki hætt á öðru. Á því verður hún að
byggja sína trú og von, — og sú von lætur sér ekki til skammar verða.“ Hér
sækir hann orðalag beint úr Rómverjabréfinu 5.5 og lætur þar ekki staðar
numið heldur grípur til hugmynda um útvalninguna úr táknheimi kristni-
nnar“ (bls. 298). Ríkin tvö, hið jarðneska og andlega, falla þar með greinilega
saman í eitt í skrifum Jóns Aðils — þjóðin er „communio sanctorum (samfélag
heilagra)“ (bls. 292), og í fullvalda þjóðríkinu hefur hún náð sínu takmarki,
eins konar guðsríki á jörð. Þetta er róttækur lestur á Jóni Aðils, en erfitt
verður að ganga framhjá honum í fræðilegum skrifum í framtíðinni.
eins og fram hefur komið þá fjallar bókin Trú, von og þjóð um margvísleg
fræðileg og söguleg álitamál, en allir þræðir hennar koma saman í umfjöllun-
inni um kenningarlegan grundvöll íslensku þjóðkirkjunnar og flóknar deilur
um samband (þjóð)ríkis, þjóðar, og (þjóð)kirkju. Hér er höfundur á heimavelli,
því að hann hefur starfað innan íslensku kirkjunnar um áraraðir. Saga stofn-
unarinnar er honum því eðlilega hugleikin og hann þekkir vel þann djúpstæða
guðfræðilega ágreining sem ríkti innan kirkjunnar frá því um aldamótin 1900
og langt fram eftir 20. öldinni. Í upphafi snerust þessar deilur um gagnrýni
stuðningsmanna „frjálslyndu guðfræðinnar“, eða „nýguðfræðinnar“ á, svo-
kallaðan rétttrúnað. Hreyfing þessi átti sér rætur í skrif um þýskra guðfræðinga
eins og Albrechts Ritschls og Adolfs von Harnacks, og var kynnt til sögunnar
á Íslandi um og upp úr 1900 af mönn um á borð við Friðrik J. Bergmann, Jón
Helgason prófessor og biskup, og Harald Níelsson, prófessor við Háskóla
Íslands. Þessir menn vildu aðlaga boðun kirkjunnar að nýjum tímum og
þekkingu, og hverfa frá þeirri áherslu sem lögð hafði verið fram að því á þján -
inguna og þolinmæði manna gagnvart hverfulleika jarðlífsins. Inntak rétt-
trúnaðarins, hefur Sigurjón Árni eftir Friðriki J. Bergmann, „er kristindómur
sem kennir „þjóðinni einungis að þola og líða, — sampínast með frelsaran-
um““, en frjálslyndu guðfræðingarnir töldu, skrifar Friðrik, að kristindóm ur -
inn ætti „ekki einungis að kenna mönnum að þola. Hann á umfram allt að
kenna mönnum að lifa“ (bls. 313). Niðurstaðan var því sú að kirkjan yrði að
stíga „skrefið frá guðfræði þolandans yfir til guðfræði gerandans“ (bls. 315).
Það er ekki þessi hlið nýguðfræðinnar sem Sigurjón Árni leggur mesta
áherslu á í ritinu, heldur sterk og vaxandi tengsl hennar við íslenska þjóð -
ritdómar180
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 180