Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 130

Saga - 2015, Blaðsíða 130
keyser (1803–1864) en fyrstur til að skilgreina hugtökin sagnfesta (þ. Freiprosa) og bókfesta (þ. Buchprosa) varð þýski fræðimaðurinn Andreas Heusler (1865–1940) sem var ötull fylgismaður fyrrnefndu kenningarinnar. Hún fól í sér að miðaldasögurnar væru raunsannar frásagnir af raunverulegum atburðum sem hefðu varðveist nokkurn veginn óbrenglaðar frá orði til orðs í munnlegri geymd uns þær voru loks festar á bókfell. Þannig voru sögurnar taldar vera áreiðan- legar sagnfræðilegar heimildir um þá atburði sem þær lýsa, en sú ályktun leiðir raunar alls ekki af forsendunni.10 Það er ekki laust við að enn eimi eftir af slíkum lestri á sögunum, ekki síst meðal almenn- ings sem vill sína Grettis sögu sanna og engar refjar, að minnsta kosti ef frá eru talin tröllin.11 Bókfestukenninguna má rekja aftur til konrads Maurer (1823– 1902) en helstu forvígismenn hennar á Íslandi voru Björn M. Ólsen (1850–1919), Sigurður Nordal (1886–1974) og einar Ól. Sveinsson (1899–1984), sem einnig hafa verið kenndir við hinn svonefnda Íslenska skóla sem leiddi beint af bókfestukenningunni. Af yngri og róttækari kynslóð bókfestumanna má nefna Hermann Pálsson (1921–2002). Ólíkt sagnfestunni reiknaði bókfestukenningin með því að sögurnar væru skáldverk einstakra höfunda sem frumsamin væru af (mis)miklu listfengi, líkt og þegar nútímahöfundur ritar skáldsögu. Þar sem þær væru ekki nema að litlu leyti byggðar á arf- sögnum, að talið var, væri ekki hægt að ganga að því vísu að nokk - uð satt væri í sögunum. Segja má að vinsældir bókfestukenningar- innar hafi haldist nokkurn veginn frá 1940 til um 1970. Hún skilaði sér þó seint til sagnfræðinga en hafði þá þau áhrif að sögurnar urðu ótækar sem sagnfræðilegar heimildir. Gunnar karlsson bendir á, í bók sinni, að þær hefðu eftir sem áður getað nýst sagnfræðingum sem heimildir hefðu þeir aðeins kunnað að nota þær sem leifar.12 Um það snýst raunar nýbókfestan eins og nánar verður rætt hér á eftir. arngrímur vídalín128 10 Frásögn sem hefði varðveist óbrengluð í 300 ár geymdi eftir sem áður eina hlið flókins veruleika og hún væri því varasöm sem sagnfræðileg heimild um annað en það sem ekki er hægt að deila um. 11 Sagnfestumönnum var töluvert í nöp við hvers kyns handanheimsverur og yfirnáttúruleg fyrirbrigði í textunum, líkt og Gunnar bendir á í bók sinni. Þannig sleppti Bogi Melsteð til dæmis Fróðárundrum úr greiningu sinni á eyrbyggja sögu. Sjá Gunnar karlsson, Inngangur að miðöldum, bls. 143. 12 Gunnar karlsson, Inngangur að miðöldum, bls. 146. Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.