Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 184

Saga - 2015, Blaðsíða 184
í framtíðinni“. Ásmundur gengur því ekki svo langt að fella ríkin tvö alger- lega í eitt, því að myndin „er staðsett í framtíðinni, hún er mælikvarði sem má og á að miða við en ekki veruleikinn sjálfur“ (bls. 382–383). Nýguðfræðin varð allsráðandi við Guðfræðideild Háskóla Íslands frá stofnun skólans fram yfir miðja síðustu öld. Hún varð þó frá upphafi fyrir hörðum andmælum frá þeim sem töldust til „gamaltrúaðra“ eða aðhylltust svokallaðan „nýrétttrúnað“, en að þeirra mati viku nýguðfræðingar af braut lúterskunnar. „Nýrétttrúaðir“ gagnrýndu líka „þá draumórakenndu þjóð - ernis hyggju sem setur anda þjóðarinnar á þann stað sem kristur og orð hans eiga að standa“ (bls. 395). kröftugasti og áhrifamesti gagnrýnandi ný - guðfræðinnar var þó Sigurbjörn einarsson prófessor og biskup, en Sigurjón Árni segir uppgjörið við nýguðfræðina hafa verið til lykta leitt með biskups- kjöri hans árið 1959 (bls. 441). Aðfinnslur Sigurbjörns beindust að hluta til að því að nýguðfræðingar væru, þegar á 20. öldina leið, fastir í gömlum kreddum sem erlendir guðfræðingar hefðu fyrir löngu gefið upp á bátinn. Að auki tóku þeir, að mati Sigurbjörns, ekki nægjanlegt mið af reynslu tveggja heimsstyrjalda. Nasisminn og Þriðja ríkið hefðu sýnt svart á hvítu að heimurinn væri ekki á beinni leið til fullkomnunar og því væri nauðsyn- legt að viðhalda hinni lútersku aðgreiningu í ríkin tvö, því að annars myndi ríkisvaldið skorta nauðsynlegt siðferðilegt aðhald (bls. 433–441). en sigur nýrétttrúnaðar í deilunum við nýguðfræðina hefur þó ekki, að mati Sigur - jóns Árna, styrkt stöðu kirkjunnar gagnvart samfélaginu, þvert á móti. kirkj - an hefur orðið æ innhverfari segir hann, og aðrir hafa leyst kirkjuna og guðfræðina af hólmi þegar kemur að því að túlka íslenska menningu. Þjóðkirkjan er því orðin að eins konar sjálfhverfri jaðarstofnun, sem gegnir ekki lengur því lykilhlutverki í íslenskri umræðu sem henni ber. Sigurjón Árni vill að kirkjan finni sér nýtt hlutverk, því að kristin dómur - inn „eigi ekki heima á jaðri samfélagsins“ (bls. 502). Þetta er því mikilvægara, fullyrðir hann, þegar þess er gætt að „kenningin um andstæðuna milli nútíma og trúarbragða stóðst ekki. Trú og nútími eiga samleið“ (bls. 498). Um það má sjálfsagt deila, og tæpast taka allir undir þá fullyrðingu að „sið fræðileg um - fjöllun án skírskotunar til ritningarinnar og án trúfræði legrar undirstöðu verð[i] marklaus“ (bls. 500). Það breytir því ekki að Trú, von og þjóð sannfærir þann sem þetta skrifar um að tengsl þjóðernisorðræðu og trúar eru marg- slungin og gagnvirk, þ.e. kristið táknmál og heimssýn hefur haft mótandi áhrif á þjóðernisstefnu, um leið og þjóðernisstefnan hefur haft lykil áhrif á boðun íslensku þjóðkirkjunnar. Bókin er því mikilvægt og ný stár legt framlag til fræðilegrar umræðu um þjóðernisstefnu, íslenskt þjóðerni og íslenska kirkjusögu. Hún á því erindi til allra þeirra er láta sig þessa hluti varða. Guðmundur Hálfdanarson ritdómar182 Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.