Saga - 2015, Blaðsíða 186
sem fjármála- og tryggingastarfsemi en minni í umönnunar- og velferðar-
störfum þar sem konur eru í meirihluta. Perrons á erfitt með að skilja
hvernig geti staðið á því að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið skuli
gamla sjónarmiðið, um að markaðir muni leiðrétta sig og leita í jafnvægi,
enn eiga upp á pallborðið hjá breskum stjórnvöldum og um leið hversu
lítinn hljómgrunn sjónarmið annarra, þar á meðal femínista, hafi fengið hjá
ráðamönnum og almenningi.
Í næsta kafla bókarinnar er nánar rætt um þau áhrif sem kreppan hafði
á samfélög — og þá einkum velferðarkerfin — víða um heim. Þessi hluti
hefur að geyma fimm kafla og fjalla tveir þeirra um Ísland en í hinum er
borið saman hvernig brugðist var við kreppunni í Bandaríkjunum og Bret -
landi, sagt frá viðbrögðum á Írlandi og greint frá þeim breytingum sem
gerð ar hafa verið á eftirlaunakerfinu í Finnlandi á undanförnum áratugum.
Í grein sinni benda Daniel Béland og Alex Waddan á að enda þótt nýfrjáls-
hyggjan eigi rætur að rekja til Bandaríkjanna og Bretlands og löndin eigi
margt sameiginlegt hafi ólík stofnanaumgerð leitt til nokkuð ólíkrar stefnu
landanna eftir hrun. Í Bretlandi styðjist stjórnvöld við meirihluta á þingi, þar
ríki sterkur flokksagi í pólitík og stjórnvöld hverju sinni geti reitt sig á að
þingmenn kjósi eftir flokkslínum. Í Bandaríkjunum sé önnur staða. Þar sé
engan veginn víst að flokkur forseta ráði einnig báðum deildum þingsins.
Sú staða hafi að vísu ríkt í upphafi kjörtímabils Obama forseta, þegar Demó -
krataflokkurinn réð einnig bæði fulltrúadeild og öldungadeild, en í kosn-
ingunum í nóvember 2010 náði Repúblikanaflokkurinn meirihluta í fulltrúa-
deild og það mörgum þingsætum í öldungadeildinni að hann gat beitt
málþófi. Bresk stjórnvöld gátu í krafti þingmeirihluta hrundið af stað að -
gerð um er miðuðu að því að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum með því fyrst og
fremst að skera niður útgjöld, en í Bandaríkjunum gat Obama ekki lagt fram
jafn heildstæða stefnu heldur varð hann eiginlega að láta sér nægja að koma
á breytingum í bandaríska heilbrigðiskerfinu.
Mairéad Considine og Fiona Dukelow bera saman hvaða áhrif tvær
síðustu stórar kreppur á Írlandi höfðu á velferðarkerfi landsins. Sú fyrri reið
yfir á níunda áratug 20. aldar en segja má að sú síðari standi enn. Í fyrra skiptið
var lögð áhersla á að vernda félagslega velferðarkerfið, þótt svo niðurskurðar
þeirra ára hafi vitaskuld bitnað á öðrum málaflokkum, svo sem heilbrigðis- og
húsnæðismálum og nýráðningum. Niðurskurðurinn var mun meiri og víðtæk-
ari undanfarin ár, að hluta til vegna þess að írska ríkið lagði fjármálafyrirtækj-
um landsins til háar fjárhæðir en einnig vegna þess að samstaða virðist hafa
skapast um að ekki væri hægt að halda til streitu því velferðarkerfi sem upp
hefði verið byggt og þess vegna yrði að draga saman seglin.
Matti Hannikainen segir frá því hvernig kreppan í Finnlandi upp úr
1990 leiddi til þess að draga varð saman seglin í lífeyrismálum Finna og rek-
ur hvernig kjör á almennum markaði og hinum opinbera voru samræmd á
ritfregnir184
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 184