Saga - 2015, Blaðsíða 59
sens, umbótamenn sem tekið höfðu skrefið yfir til siðbótarguðfræði,
margir í anda Zwinglis.61 við andlát Friðriks I, brutust út átök um
krúnuna (greifastríðið 1534–1536) þar sem bændur og borgarar
stóðu með kristjáni II, sem gerst hafði lútherskur í útlegð sinni, en
aðall inn fylgdi kristjáni hertoga sem hét áframhaldandi skatt fríð -
indum.62 Þegar Sigurður fór utan í fyrri ferð sinni horfði því ófrið -
lega í ríkinu en öllum sem til þekktu mátti vera ljóst að dagar mið -
aldakirkjunnar þar voru taldir, óháð því hvor deiluaðila sigraði.
Hlýtur það að hafa valdið Sigurði ugg auk þess sem erindrekstur
hans hefur verið torveldur vegna átakanna. Hefur þetta líklega stytt
ferð hans. Ætla má að hann hafi í einhverjum mæli kynnst kirkju-
gagnrýninni sem óð uppi í anda umbótastefnu húmanista og enn
róttækari gagnrýni siðbótarmanna. vart er ofætlað að aðstæðurnar
hafi vakið Sigurð til umhugsunar um framtíð þeirrar kirkju sem
hann þjónaði.
kristján hertogi bar hærri hlut í greifastríðinu. Í uppgjörinu eftir
ófriðinn var skuldinni skellt á biskupana og voru þeir settir af. Árið
eftir (1537) markaði svo siðaskipti í Danmörku. konungshjónin voru
krýnd, konungur undirritaði kirkjuskipan sína, sjö nýir biskupar
(„súperintendentar“) voru vígðir að lútherskum hætti og kaup -
manna hafnarháskóli tók aftur til starfa, nú á lútherskum grunni.63
Sama ár flúði Ólafur erkibiskup í Þrándheimi land og lést ári síðar.64
Þegar Sigurður fór utan öðru sinni voru því fimm ár liðin frá siða -
skiptum í Danmörku auk þess sem lútherskan hafði skotið rótum í
Skálholtsbiskupsdæmi. vart hefur hann því skynjað raunhæfa von
til endurreisnar miðaldakristni.
víkur nú sögunni til Íslands. Sigurður var meðal presta sem tóku
óbeina en neikvæða afstöðu til siðaskiptanna á prestastefnu á
eyrarlandi 1541. Þeir lýstu yfir stuðningi við kristján III en kröfðust
þess í staðinn að umboðsmenn konungs héldu landsmenn „við rétt
Noregs og Íslands lög og gömul fríheit og löglegar siðvenjur“.65 Má
frumkvöðull siðbótar á norðurlandi? 57
61 Marin Schwarz Lausten, Danmarks kirkehistorie, bls. 107–109; Martin Schwarz
Lausten, Kirkens historie i Danmark, bls. 35–36; Carsten Bach-Nielsen, „1500–
1800“, bls. 112–114.
62 Martin Schwarz Lausten, Kirkens historie i Danmark, bls. 36
63 Sama heimild, bls. 36–39. Carsten Bach-Nielsen, „1500–1800“, bls. 120–123.
64 Vef. „Olav engelbrektsson erkebiskop“, Norsk biografisk leksikon, án dags.,
https://nbl.snl.no/Olav_engelbrektsson, sótt 4. mars 2015.
65 DI X, bls. 622. Páll eggert Ólason, Menn og menntir I, bls. 120–121. Sjá vilborg
Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 199, 201–203 og 217.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 57