Saga - 2015, Blaðsíða 18
eini stjórnmálaflokkurinn sem tók ótvíræða afstöðu gegn kefla -
víkur samningnum var Sameiningarflokkur alþýðu — sósíalista -
flokkur inn. Sósíalistar höfðu sótt í sig veðrið á stríðsárunum og
tekist að flétta baráttu sína gegn pólitískum, efnahagslegum og
menningarlegum áhrifum bandaríska heimsveldisins á Íslandi á
áhrifaríkan hátt saman við orðræðu íslenskrar sjálfstæðisbaráttu.20
Þingmenn Sjálf stæðis flokksins greiddu allir atkvæði með samningn-
um en Fram sóknarflokkur og Alþýðuflokkur voru klofnir í afstöðu
sinni. kefla víkursamningurinn varð banabiti nýsköpunarstjórnar
sósíalista og Sjálf stæðisflokks, sem setið hafði frá 1944, og ný ríkis-
stjórn Sjálf stæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks var
mynduð í febrúar 1947.21
endurnýjaður kraftur hljóp í Þjóðvarnarfélagið og aðra and -
stæð inga vestræns hernaðarsamstarfs í árslok 1948, þegar fréttir
bárust af mögulegri stofnaðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu.
Þings álykt unartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í mars
1949 og urðu miklar óeirðir á Austurvelli í kjölfarið. Þróunin
stefndi í átt að aukinni þátttöku Íslendinga í hernaðarsamstarfi
vesturlanda. Sósíal istar einangruðust í auknum mæli pólitískt eftir
því sem kalda stríðið fór kólnandi innan lands og utan og stefna
hinna flokkanna í utanríkismálum öðlaðist meiri samhljóm.22 Ný
ríkisstjórn Sjálf stæðisflokks og Framsóknarflokks tók við árið 1950
og sat til 1953. Bjarni Benediktsson fór þar með dómsmál og utan-
ríkismál eins og hann hafði gert frá 1947. Þegar varnarsamn ing -
urinn var gerður árið 1951 urðu mótmælin gegn honum minni en
ef til vill hefði mátt búast við en þjóðvarnarhreyfingin efldist á ný
kristín svava tómasdóttir16
20 valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins, bls. 23–26, og Ragnheiður krist -
jáns dóttir, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901–1944 (Reykja vík:
Háskólaútgáfan 2008), bls. 325–328. eins og Ragnheiður kristjánsdóttir bendir
á „leiddi fyrirferð íslensks þjóðernis í pólitískri og menningarlegri umræðu á
Íslandi til þess að íslenskir kommúnistar lögðu óvenjumikið kapp á að tengja
saman íslenska þjóðernisstefnu og kommúníska alþjóðahyggju“. Sjá Ragn -
heiður kristjánsdóttir, Nýtt fólk, bls. 326.
21 valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins, bls. 70–81; Þór Whitehead, The
Ally Who Came in from the Cold, bls. 28–29; Þór Whitehead, „Leiðin frá hlut -
leysi“, bls. 72–76.
22 valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins, bls. 81–84, 95–101 og 117–120; Þór
Whitehead, The Ally Who Came in from the Cold, bls. 33–39; Þór Whitehead,
„Leiðin frá hlutleysi“, bls. 86–104.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 16