Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 131

Saga - 2015, Blaðsíða 131
 Báðar þessar kenningar eru nú ótvírætt gjaldþrota í sinni öfga- kenndustu mynd og hafa óspart verið gagnrýndar, enda þykir sýnt að uppruni miðaldasagnanna sé töluvert flóknari en þessar kenn- ingar gáfu til kynna. Í lok sjöunda áratugarins lét ný stefna á sér kræla. Hún hefur síðan verið nefnd nýsagnfesta og stundum verið rakin til bandaríska fræðimannsins Theodore M. Andersson (f. 1934), en af íslenskum nýsagnfestumönnum mætti helstan nefna Óskar Halldórsson (1921–1983). Nýsagnfestan sýndi fram á, þvert á kreddu Íslenska skólans, að efniviður sagnanna hefði að töluverðu leyti varðveist í munnlegri geymd þó að sögurnar hefðu ekki endilega varðveist heilar, eins og gamla sagnfestan hafði haldið fram, og höf- undar hefðu haft frelsi til að breyta þeim eftir hentugleika. Þannig viðurkennir nýsagnfestan að hvorir tveggja, sagn- og bókfestumenn, hafi haft sitthvað til síns máls. Í kjölfarið hefur svo komið fram á sjónarsviðið svonefndur mannfræðiskóli sem mjög er við lýði í mið- aldafræðum um þessar mundir en einkum innan þjóðfræðinnar og stundum er hann kenndur við hana. Hann styðst við fjölþættara samanburðarefni en nýsagnfestan og fæst einkum við samfélagið sem textarnir spretta úr. Upphaf mannfræðiskólans er stundum rakið til Mikhaíls Steblín-kamenskíj (1903–1981) og Arons Gurevítsj (1924–2006) en nýlegt dæmi um slíka rannsókn er doktorsritgerð Gísla Sigurðssonar (f. 1959), Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar, þar sem hann styðst við kenningar bandarísku mannfræðing- anna Milmans Parry (1902–1935) og Alberts Lord (1912–1991) um munn lega sögukvæðahefð sem birtist í bók þess síðarnefnda, The Singer of Tales frá 1960.13 erfitt er sökum nálægðar að rekja hvort nokkur kenning sé ráð - andi í samtímarannsóknum í norrænum miðaldafræðum þó að mannfræðiskólinn og hin svonefnda nýja textafræði14 séu áberandi um þessar mundir. Aftur á móti hefur rík áhersla verið lögð á þver- fagleg vinnubrögð og samtal milli ólíkra fræðahefða og aðferða. Oft virðist í fræðalandslagi samtímans sem afstaða til heimildarýni sé persónubundin, fremur en að hún fylgi tilteknum skóla að máli, og þá gera fræðimenn sérstaka grein fyrir því hvernig þeir nálgast ný bókfestukenning? 129 13 Gísli Sigurðsson, Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar: Tilgáta um aðferð (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 2002), bls. 39–53. 14 Um hana sjá Sverri Tómasson, „er nýja textafræðin ný? Þankar um gamla fræðigrein“, Gripla XIII (2002), bls. 199–216. Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.