Saga - 2015, Side 131
Báðar þessar kenningar eru nú ótvírætt gjaldþrota í sinni öfga-
kenndustu mynd og hafa óspart verið gagnrýndar, enda þykir sýnt
að uppruni miðaldasagnanna sé töluvert flóknari en þessar kenn-
ingar gáfu til kynna. Í lok sjöunda áratugarins lét ný stefna á sér
kræla. Hún hefur síðan verið nefnd nýsagnfesta og stundum verið
rakin til bandaríska fræðimannsins Theodore M. Andersson (f. 1934),
en af íslenskum nýsagnfestumönnum mætti helstan nefna Óskar
Halldórsson (1921–1983). Nýsagnfestan sýndi fram á, þvert á kreddu
Íslenska skólans, að efniviður sagnanna hefði að töluverðu leyti
varðveist í munnlegri geymd þó að sögurnar hefðu ekki endilega
varðveist heilar, eins og gamla sagnfestan hafði haldið fram, og höf-
undar hefðu haft frelsi til að breyta þeim eftir hentugleika. Þannig
viðurkennir nýsagnfestan að hvorir tveggja, sagn- og bókfestumenn,
hafi haft sitthvað til síns máls. Í kjölfarið hefur svo komið fram á
sjónarsviðið svonefndur mannfræðiskóli sem mjög er við lýði í mið-
aldafræðum um þessar mundir en einkum innan þjóðfræðinnar og
stundum er hann kenndur við hana. Hann styðst við fjölþættara
samanburðarefni en nýsagnfestan og fæst einkum við samfélagið
sem textarnir spretta úr. Upphaf mannfræðiskólans er stundum
rakið til Mikhaíls Steblín-kamenskíj (1903–1981) og Arons Gurevítsj
(1924–2006) en nýlegt dæmi um slíka rannsókn er doktorsritgerð
Gísla Sigurðssonar (f. 1959), Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar
hefðar, þar sem hann styðst við kenningar bandarísku mannfræðing-
anna Milmans Parry (1902–1935) og Alberts Lord (1912–1991) um
munn lega sögukvæðahefð sem birtist í bók þess síðarnefnda, The
Singer of Tales frá 1960.13
erfitt er sökum nálægðar að rekja hvort nokkur kenning sé ráð -
andi í samtímarannsóknum í norrænum miðaldafræðum þó að
mannfræðiskólinn og hin svonefnda nýja textafræði14 séu áberandi
um þessar mundir. Aftur á móti hefur rík áhersla verið lögð á þver-
fagleg vinnubrögð og samtal milli ólíkra fræðahefða og aðferða. Oft
virðist í fræðalandslagi samtímans sem afstaða til heimildarýni sé
persónubundin, fremur en að hún fylgi tilteknum skóla að máli, og
þá gera fræðimenn sérstaka grein fyrir því hvernig þeir nálgast
ný bókfestukenning? 129
13 Gísli Sigurðsson, Túlkun Íslendingasagna í ljósi munnlegrar hefðar: Tilgáta um
aðferð (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 2002), bls. 39–53.
14 Um hana sjá Sverri Tómasson, „er nýja textafræðin ný? Þankar um gamla
fræðigrein“, Gripla XIII (2002), bls. 199–216.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 129