Saga - 2015, Blaðsíða 138
fornaldarsögur Norðurlanda og hvernig þræðir í þeim endurspegla
ritunartíma sagnanna.31 Þótt Torfi sé ekki svo strangur að miða ein-
göngu við varðveislutíma heimilda sinna, þá færir hann rök fyrir rit-
unartímanum og miðar rannsóknina við hann. Ármann Jakobsson
hefur tíðum viljað greina bókmenntirnar án þess að það endilega
skipti máli hvernig þær tengdust innbyrðis. Þannig sagði Theodore
M. Andersson um bók hans Í leit að konungi að einhverjir fræðimenn
kynnu að andmæla því þegar Ármann til dæmis greindi atriði í
Morkinskinnu sem sennilegast hafi verið tekið inn í ritið upp úr
Ágripi.32 Í nefndu riti greindi Ármann konungasögur út frá inni -
haldi þeirra og hugmyndafræði þess tíma er þær voru samdar og
hið sama er uppi á teningnum í bók hans Staður í nýjum heimi, sem
er ítarleg greining á Morkinskinnu einnig.33 einnig mætti nefna bók
Patriciu Pires Boulhosa um Íslendinga og Noregskonunga þar sem
hún gagnrýnir harðlega eldri kynslóðir sagnfræðinga sem hafa
miðað allt út frá Snorra Sturlusyni. ekki einasta efast hún um að
hann hafi samið Heimskringlu heldur er ein helsta niðurstaða rann-
sóknar hennar sú að Gamli sáttmáli sé síðari tíma tilbúningur, nánar
tiltekið frá 15. öld eða tíma elstu varðveittra gerða hans.34 Rannsókn
Patriciu Boulhosa mætti einnig halda fram að heyrði undir nýbók-
festu. Svona mætti áfram telja. Allar þessar rannsóknir hafa vakið
töluverða athygli og þykir engum mér vitandi að þessir fræðimenn
séu komnir út í ógöngur í rannsóknum sínum. enda er það ekki
aðferðin sem slík sem er vandamálið.
Nýbókfesta er ekki sérstakur skóli í fræðunum heldur ákveðin
gagnrýnin afstaða til heimilda og gildis þeirra sem heimilda. Ég hef
kallað hana afstöðu hér eða aðferð og tel að það sé nokkuð nákvæm
lýsing. Þannig skilur nýbókfesta sig frá sagnfestu og bókfestu að
hún er ekki kreddufull afstaða sem leitar einnar leiðar eftir einni
kenningu. ef þessi þráður sem sameinar ofangreinda fræðimenn
arngrímur vídalín136
31 Torfi H. Tulinius, The Matter of the North (Odense: Odense University Press
2002), bls. 44–69.
32 Theodore M. Andersson, „Í leit að konungi: konungsmynd íslenskra konunga-
sagna,“ JEGP 98:2 (1999), bls. 281–283.
33 Sjá Ármann Jakobsson, Í leit að konungi: Konungsmynd íslenskra konungasagna
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 1997); Ármann Jakobsson, Staður í nýjum heimi:
Konungasagan Morkinskinna (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2002).
34 Patricia Pires Boulhosa, Icelanders and the Kings of Norway: Mediaeval Sagas and
Legal Texts (Leiden, Boston: Brill 2005), bls. 33, 38–39 og 210–213.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 136