Saga - 2015, Blaðsíða 116
ar.6 ef markmið hennar er að miðla íslenskum menningararfi með
sjónrænni framsetningu á ákveðnum leiðarstefjum sem einkenna
hann, eins og sýningarhöfundar sjá þau fyrir sér, vaknar sú spurn -
ing hvaða gildismat og sögu- eða menningarsýn liggur þar að baki.
Þannig segir í sýningarskrá að menning sé „ein undirstaða sjálfs-
myndar okkar, bæði sem einstaklinga og samfélags. Þannig má segja
að sýning á borð við þessa sé í heild einhvers konar spegilmynd“.7
en þó að áhorfandanum sé í sjálfsvald sett hvernig hann túlkar
spegilmyndina eru það sýningarhöfundar sem stilla speglinum upp.
Án frekari skýringa af hálfu þeirra virkar hvatning þeirra, um skap-
andi túlkun og sjálfsprottin hughrif út frá „sammannlegum“ hugð -
ar efnum eða sameiginlegum reynslu- eða þekkingarheimi, hálfpart-
inn sem leið til að víkja sér undan þeirri ábyrgð sem fylgir valdi
þeirra yfir framsetningu efnisins. Uppsetning sýningarinnar með
einum hætti fremur en öðrum felur í sér samhengissköpun og þaraf-
leiðandi túlkun og gildismat og hjá því verður ekki komist, jafnvel
þó að sýningarhöfundar veigri sér við því hlutverki.
II
Uppgjör sýningarinnar við yfirlitshugsunina hefur fallið í grýttan
jarðveg hjá sumum menningarrýnum. egill Helgason kvartar undan
því á víðlesinni bloggsíðu sinni að sýningin sé „samtíningur“ annars
flokks muna. Söfnin tími ekki að setja þar „sína bestu gripi“ og lista-
verkin séu langt frá því að vera bestu eða mest framúrskarandi verk
íslenskra listamanna. Framsetningin sé „ruglingsleg“ og gripirnir
sem þó séu merkilegir falli í verði, ef svo má að orði komast, við að
vera sýndir hlið við hlið með auglýsingaplakötum, hannyrðum og
öðrum ómerkilegheitum. „Fyrir vikið virkar þetta eins og alls konar
dóti hafi verið hrúgað saman upp úr kompu,“ skrifar egill sem þó
telur að sýningin hefði hugsanlega getað „virkað“ í öðru húsi, en að
kröfurnar hljóti að vera aðrar „þegar eitt virðulegasta og sögufræg-
asta menningarhús þjóðarinnar á í hlut“.8
vilhelm vilhelmsson114
6 Sjá t.d. valdimar Tr. Hafstein, „Menning í öðru veldi: Skipan menningararfsins“,
Menningararfur á Íslandi: Gagnrýni og greining. Ritstj. Ólafur Rastrick og valdimar
Tr. Hafstein (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2015), bls. 19–39.
7 Sjónarhorn, bls. 107.
8 Vef. egill Helgason, „Sýning sem passar ekki í virðulegt hús“. Silfur egils. 18.
maí 2015. http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2015/05/18/34718/ Skoðað 28.
október 2015.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 114