Saga - 2015, Blaðsíða 87
jafnvel berja Gullfoss augum í leiðinni. Fossinn komst á kortið, ef
svo má segja, um og upp úr miðjum áttunda áratugnum og virðist
mega rekja það til ferðamennsku fyrst og fremst.34
Um miðjan ágúst 1880 sagði Þjóðólfur frá erlendum ferðamönn-
um sem komu með Camoens og gat þess í leiðinni að „fjöldi af
ferðafólki“ hefði „verið á ferð um land vort allt þetta mikla góð -
viðra sumar“. Miðað við þær tölur sem blöðin nefna er freistandi að
velta fyrir sér hvort heildarfjöldi erlendra ferðamanna hafi þá farið
yfir eitt hundrað. eftir góðviðrissumrin 1879 og 1880 fylgdu einhver
mestu harðinda- og hafísár nítjándu aldar, 1881 og 1882, og allt til
1888 var veðrátta fremur óhagstæð.35 Það kann að hafa dregið úr
áhuga útlendinga á að sækja landið heim eða haft áhrif á ferða -
mynstur þeirra því fregnir af erlendum ferðamönnum eru tak-
markaðar í helstu fréttablöðunum á níunda áratugnum. Af heim-
sóknum einkasnekkja segir fátt árin 1881–1884 en árið 1885 komu að
minnsta kosti þrjár slíkar til Reykjavíkur, tvær „frá Skotlandi með
rafmagnsljós“ og ein frönsk, segir í Fréttum frá Íslandi. Þar er þess
líka getið að til landsins hafi komið „allmargt af ferðamönnum,
einkum enskum, sumum tignum“.36
Á seinni hluta níunda áratugarins sýna blöðin erlendum ferða -
mönnum heldur meiri áhuga á nýjan leik, hvort sem það er að
þakka fjölgun ferðamanna eða meiri samkeppni á blaðamarkaðn -
um. Lítið verður þó fullyrt um ferðamannastrauminn árin 1887 og
1888 en næstu tvö ár þar á eftir sjást á ný hærri tölur í blöðunum. Þá
var talsvert um að tíu til fimmtán ferðamenn kæmu í einni og sömu
skipsferðinni. „[H]in síðastliðnu sumur komu sárafáir túristar hing -
að norður landveg,“ segir Akureyrarblaðið Lýður í lok ágúst 1889 og
bætir við: „töluvert fleiri gestir hafa heimsótt land vort í sumar en
mörg ár undanfarin, og ekki svo fáir ferðast á landi …“37
ferðamannalandið ísland 85
34 Sunnanfari 8. árg. 12. tbl. (1900), bls. 96. Sjá einnig „Tröllafoss“, Æskan 9. árg.
21.–28. tbl. (1906), bls. 90–91. Sumarliði Ísleifsson segir að Gullfoss hafi ekki
orðið vinsæll ferðamannastaður „fyrr en eftir 1880 þó að ýmsir ferðamenn hafi
lagt leið sína þangað fyrr.“ Sjá Sumarliði Ísleifsson, Ísland framandi land, bls.
164. Því fer fjarri að fossinn hafi „alla tíð“ verið meðal vinsælustu ferðamanna -
staða landsins, eins og fullyrt er í nýlegu riti um sögu íslenskra ferðamála. Sjá
Sigurveig Jónsdóttir og Helga Guðrún Johnson, Það er kominn gestur, bls. 88.
35 Þorvaldur Thoroddsen, Árferði á Íslandi í þúsund ár, bls. 306–333.
36 Fréttir frá Íslandi 13. árg. 1. tbl. (1885), bls. 22.
37 Lýður 28. ágúst 1889, bls. 92.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 85