Saga - 2015, Qupperneq 184
í framtíðinni“. Ásmundur gengur því ekki svo langt að fella ríkin tvö alger-
lega í eitt, því að myndin „er staðsett í framtíðinni, hún er mælikvarði sem
má og á að miða við en ekki veruleikinn sjálfur“ (bls. 382–383).
Nýguðfræðin varð allsráðandi við Guðfræðideild Háskóla Íslands frá
stofnun skólans fram yfir miðja síðustu öld. Hún varð þó frá upphafi fyrir
hörðum andmælum frá þeim sem töldust til „gamaltrúaðra“ eða aðhylltust
svokallaðan „nýrétttrúnað“, en að þeirra mati viku nýguðfræðingar af braut
lúterskunnar. „Nýrétttrúaðir“ gagnrýndu líka „þá draumórakenndu þjóð -
ernis hyggju sem setur anda þjóðarinnar á þann stað sem kristur og orð
hans eiga að standa“ (bls. 395). kröftugasti og áhrifamesti gagnrýnandi ný -
guðfræðinnar var þó Sigurbjörn einarsson prófessor og biskup, en Sigurjón
Árni segir uppgjörið við nýguðfræðina hafa verið til lykta leitt með biskups-
kjöri hans árið 1959 (bls. 441). Aðfinnslur Sigurbjörns beindust að hluta til
að því að nýguðfræðingar væru, þegar á 20. öldina leið, fastir í gömlum
kreddum sem erlendir guðfræðingar hefðu fyrir löngu gefið upp á bátinn.
Að auki tóku þeir, að mati Sigurbjörns, ekki nægjanlegt mið af reynslu
tveggja heimsstyrjalda. Nasisminn og Þriðja ríkið hefðu sýnt svart á hvítu
að heimurinn væri ekki á beinni leið til fullkomnunar og því væri nauðsyn-
legt að viðhalda hinni lútersku aðgreiningu í ríkin tvö, því að annars myndi
ríkisvaldið skorta nauðsynlegt siðferðilegt aðhald (bls. 433–441). en sigur
nýrétttrúnaðar í deilunum við nýguðfræðina hefur þó ekki, að mati Sigur -
jóns Árna, styrkt stöðu kirkjunnar gagnvart samfélaginu, þvert á móti. kirkj -
an hefur orðið æ innhverfari segir hann, og aðrir hafa leyst kirkjuna og
guðfræðina af hólmi þegar kemur að því að túlka íslenska menningu.
Þjóðkirkjan er því orðin að eins konar sjálfhverfri jaðarstofnun, sem gegnir
ekki lengur því lykilhlutverki í íslenskri umræðu sem henni ber.
Sigurjón Árni vill að kirkjan finni sér nýtt hlutverk, því að kristin dómur -
inn „eigi ekki heima á jaðri samfélagsins“ (bls. 502). Þetta er því mikilvægara,
fullyrðir hann, þegar þess er gætt að „kenningin um andstæðuna milli nútíma
og trúarbragða stóðst ekki. Trú og nútími eiga samleið“ (bls. 498). Um það má
sjálfsagt deila, og tæpast taka allir undir þá fullyrðingu að „sið fræðileg um -
fjöllun án skírskotunar til ritningarinnar og án trúfræði legrar undirstöðu
verð[i] marklaus“ (bls. 500). Það breytir því ekki að Trú, von og þjóð sannfærir
þann sem þetta skrifar um að tengsl þjóðernisorðræðu og trúar eru marg-
slungin og gagnvirk, þ.e. kristið táknmál og heimssýn hefur haft mótandi
áhrif á þjóðernisstefnu, um leið og þjóðernisstefnan hefur haft lykil áhrif á
boðun íslensku þjóðkirkjunnar. Bókin er því mikilvægt og ný stár legt framlag
til fræðilegrar umræðu um þjóðernisstefnu, íslenskt þjóðerni og íslenska
kirkjusögu. Hún á því erindi til allra þeirra er láta sig þessa hluti varða.
Guðmundur Hálfdanarson
ritdómar182
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 182